Heiti ferðar:
Heiðartoppur og Eystri-Hvalhnúkur
Dagsetning:
11. júní 2014
Vegalengd (áætl.):
12 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir suðurlandsveginum áleiðis upp í Bláfjöll og alveg upp að efsta skíðasvæðinu í Bláfjöllum þar sem gangan hefst.

Gengið er frá skíðasvæðinu og fyrir enda Bláfjalla, Bláfjallahorn, og stefnt upp á Heiðartopp á Heiðin-há. Heiðin há er í raun eldstöð, af dyngjuætt og er mest eldstöðva á Reykjanesskaganum. Hraun frá henni þekja um 170 ferkíómetra og rúmmál þeirra um 6,8 rúmkílómetrar, en það er ríflega helmingur af hrauninu sem rann í Skaftáreldum 1783. Ekki ber mikið á gígnum sjálfum en þó eru á börmum hans háar hraunstrýtur sem sýna nokkurn vegin útlínur hans. Ætla má að gígurinn sjálfur hafi verið um 400 metrar í þvermál.

Frá Heiðartoppi er stefnan tekin svo tekin til suð-vesturs niðurí mót með stefnu á Eystri-Hvalhnúk (398 m.y.s). Hvalhnúkarnir eru tveir, sá austari sem lagður verður nú að velli og bróðir hans vestari. Milli þeirra liggur svo Hvalskarð (ótrúlegt hugmyndaflug). Einhverjir kunna að furða sig á því hvað hvalir eru að gera langt uppi á landi, en það eru skýringar til á því. Sagan segir að tröllkona ein hafi farið í Selvog til að afla fanga og hafi komið þar í hvalfjöru. Menn urðu hennar varir og hófst samstundis eftirför á eftir kerlingu sem var með eins mikið af hval og hún gat rogast með. Heldur reyndist henni förin erfið með allar klyfjarnar og náðu menn henni þar sem nú heitir Hvalskarð.

Af Eystri-Hvalskarðshnúk er stefnan svo tekin aftur til Bláfjalla.

Göngufæri er frekar gróið heiðarland með hraunum í bland.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/