Heiti ferðar:
Hjólaferð - Vatnsleysustrandarvegur
Dagsetning:
18. júní 2014
Vegalengd (áætl.):
32 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, hjól og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið áleiðs eftir Reykjanesbrautinni í átt til Keflavíkur. Farið er útaf brautinni við skilti sem á stendur Hvassahraun og sú slaufa tekin undir brautina og að bílastæði sem þar er.

Byrjað er á að hjóla gegnum Hvassahraun eftir malarvegi meðfram Reykjanesbrautinni fyrir Kúagerði og inn á gamla Vatnsleysustrandarveginn sem nú heitir víst Stóru-Vatnsleysuvegur. Er hann með bundnu slitlagi. Eftir ca. 2.5 km. er komið inn á hinn eiginlega Vatnsleysustrandarveg og er hann hjólaður í átt að Vogunum. Vegurinn liggur utan í Vatnsleysuheiði og er nokkuð sléttur, nema þegar farið er yfir smá anga af heiðini sem teygir sig niður undir sjó, en þar er um 30. metra hækkun. Vegurinn er frekar þröngur og hlykkjótur þ.a. betra er að fara varlega. Töluverð byggð er meðfram veginum og fjölmargir afleggjarar aðalega sem stefna til sjávar. Byggðin er mis reisuleg og á a.m.k. tveimur stöðum er nokkuð þéttbýl byggð. Einhver iðnaðarbýli og iðnaður er á svæðinu.

Þegar til Voga er komið er áð í skrúðgarði þeirra Vogamanna, Aragerði, áður en hjóðað verður sömu leið til baka.

Á ströndinni voru margir bæir sem yfirleitt voru nokkrir saman í byggðahverfum nálægt bestu lendingunum. Öflug árabátaútgerð var frá mörgum býlum öldum saman, enda stutt á fiskimiðin. Á vetrarvertíð voru vermenn úr öðrum byggðarlögum þar til viðbótar við heimamenn. Auk útræðis áttu bændur kýr og kindur og höfðu féð á sumrin í seljum upp í Strandarheiði. Á 19. öld fjölgaði fólki á ströndinni en þegar afli minnkaði á grunnslóð, einkum vegna veiða breskra togara, fækkaði fólki að nýju. Það breyttist þó aftur þegar vélbátaútgerð hófst og hægt var að sækja fiskinn lengra.

Gamli almenningsvegurinn út á Suðurnes lá um Vatnsleysuströnd og síðar lá gamli Keflavíkurvegurinn þar en eftir að Reykjanesbrautin kom til er Vatnsleysuströnd ekki lengur í þjóðleið og gamli vegurinn er nú innansveitarvegur þar. Vatnsleysuströnd er hluti af Sveitarfélaginu Vogum og búa um 100 manns á ströndinni en um 1200 í sveitarfélaginu öllu.

Þekktasti bærinn á Vatnsleysuströnd er Kálfatjörn. Þar er kirkja sveitarinnar, byggð 1893, og er hún friðuð. Á ströndinni er einnig golfvöllur og minjasvæði.

Vatnsból skortir ekki á ströndinni eins og ætla mætti af nafninu, í hrauninu meðfram ströndinni kemur víða upp ferskvatn en inn til landsins finnst það ekki. Upp af ströndinni sunnanverðri liggur Strandarheiði. Þar var áður beitiland, grasi og kjarri vaxið, en heiðin er nú mikið til gróðurlaus. Víða á Vatnsleysuströnd er að finna fornar minjar, ekki síst rústir verbúða og annarra mannvirkja sem tengjast útgerð og í Strandarheiði eru seltóftir og forna fjárborgin Staðarborg, 2-3 km frá Kálfatjörn. Hún er friðlýst.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://is.wikipedia.org/wiki/Vatnsleysustönd