Heiti ferðar:
Vörðufell í Brennisteinsfjöllum
Dagsetning:
25. júní 2014
Vegalengd (áætl.):
11 - 13 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur í átt til Krísuvíkur og svo áfram niður á Suðurstrandarveg. Þar er beygt til austurs í átt til Þorlákshafnar og eftir tæplega 4 km akstur er er sveigt til vinstri inn á vegaslóða inn að hlíðinni þar sem gangan hefst.

Fyrst er gengið vestur með hlíðinni að Fálkageiraskarði og farið þar upp. Mikið hraun er á vinstri hönd sem heitir Lyngsjaldarbruni og á upptök sín í Brennisteinsfjöllum og fellur þarna fram af. Þegar upp skarðið er komið er hæð sem stendur upp úr hraunhafinu og er þrætt meðfram hæðinni með hraunið á vinstri hönd. Eftir nokkra göngu er framundan önnur hæð og er það tota sem gengur suð-vestur úr Vörðufelli (526 m.y.s) þangað sem förinni er heitið. Hér þarf að komast fyrir hraunið og er ekki neitt að gera nema leggja í það. Þegar totunni er náð er hún þrædd upp á topp Vörðufells.

Af Vörðufelli er tilvalið að renna augunum yfir umhverfið og hraunið sem er allt um kring. Nú er farið nánast beint niður af fellinu og stefnt á lítið fell örlítið suðaustan við Vörðufell, og heitir það Sandfell. Gengið er suðvestur eftir Sandfellinu alveg niður að Fálkageiraskarði þar sem farið er niður og þangað sem gangan hófst.

Þetta er nokkuð strembin ganga um frekar fáfarnar slóðir og ótroðnar. Mikið hraun.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.ferlir.is/?id=15917