Heiti ferðar:
Upp fyrir Undirhlíðar og niðurfyrir
Dagsetning:
01. apríl 2015
Vegalengd (áætl.):
5 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið upp að Kaldárseli þar sem gangan hefst.

Byrjað að ganga eftir merktum slóða áleiðs að Helgafelli. Síðan er sveigt til hægri og gengið upp fyrir Undirhliðar. Farið er milli hrauns og hlíða suður með Undirhlíðunum. Þegar komið er að háspennulínu sem sker hlíðarnar er ágætt að leita að niðurgönguleið og komast niður fyrir hlíðarnar. Stikuð gönguleið liggur meðfram Undirhlíðunum og Óbrinnishólahrauns og er það partur af Reykjaveginum. Gönguleiðinni fylgt að Kaldárseli þangað sem gangan hófst.

Þetta er frekar auðveld ganga, en rétt væri að hafa ljós með í farteskinu.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/