Heiti ferðar:

Stóra-Skógfell

Dagsetning:
08. apríl 2015
Vegalengd (áætl.):
5 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið áleiðs til Grindavíkur, en nokkuð fyrir norðan afleggjarann að Bláa lóninu er farið út af veginum við skilti sem stendur á Arnarsetur og ekið það spottakorn inn í hraunið þar sem gangan hefst.

Frá Arnarsetri er komið hraunið Arnarseturshraun sem talið er að hafi myndast í Reykjaneseldum á 13. öld, sennilega á árinu 1226. Hraunið er apalhraun og því nokkuð úfið. Ekki er mikið eftir af gígnum sökum efnistöku, en þó er e-ð þar sem vert er að skoða. Frá Arnarsetri liggur stígur þvert yfir hraunið í átt að Stóra-Skógfelli sem rýs um það bil 189 m.y.s. Skömmu áður en komið er að fellinu er komið út í sléttara hraun töluvert eldra og er það Skógfellahraun sem liggur undir Arnarseturshrauni. Skógfellshraun er komið úr Stóra-Skógfelli og Litla-Skógfelli sem eru gamlir eldgígar sem mega muna fífil sinn fegurri. Þegar komið er að fellinu er haldið er beint upp á það. Tveir hnúkar eru þá því, sá austari er heldur hærri og þangað er stefnt. Farið niður hlíðina mót austri og gengið síðan norður fyrir eða suður fyrir fellið, milli hrauns og hlíða, eftir því hvað hentar. Gengið er að stígnum sem áður er getið og þannig til baka þangað sem gangan hófst.

Þetta er ekki ýkja erfið ganga en yfir nokkuð hraun að fara. Rétt væri að hafa ljós með í farteskinu.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.ferlir.is/?id=4206