Heiti ferðar:

Torfadalshryggur

Dagsetning:
15. apríl 2015
Vegalengd (áætl.):
5 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís við suðurlandsveg (að austanverðu) kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur eftir Suðurlandsvegi og beygt af honum til vinstri inn á veginn að Nesjavöllum. Eftir um rúmlega 3 kílómetra akstur er beygt til vinstri í átt að Hafravatni og ekið eftir þeim vegi u.þ.b 1,5 kílómetra og þá beygt enn og aftur til hægri inn á veginn sem liggur upp í grjótnámið í Þormóðsdal. Við grjótnámið hefst svo gangan.
Leiðin liggur til norður upp með Hulduhól og þaðan upp á Torfadalshrygg (345 m.y.s.). Norðan við hrygginn er Torfadalur og sér niður dalinn niður í Mosfellsdal. Austan og norðan við Torfadalshrygg er Hjálmur (454 m.y.s.) á kortum. Hjálmur er vestantil í Grímansfelli (482 m.y.s.) sem er eitt af fellunum í Mosfellsbæ og gengur það ýmist undir nöfnunum Grimmansfell, Gímarsfell eða Grímansfell.
Frá Torfadalshrygg er haldið áleiðs niður í Seljadal meðfram Nesselsá og Nesseli. Reiðleið liggur eftir Seljadal og er henni fylgt að grjótnáminu. Smá hækkun er upp úr Seljadal og að grjótnáminu.
Það er ekki mikil hækkun í þessari göngu eða um 140 metra raunhækkun. Landslag er þó aðeins mishæðótt og aðallega móar og melar.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/