Heiti ferðar:

Eldvörp

Dagsetning:
31. maí 2015
Vegalengd (áætl.):
8-10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 17:00, stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið áleiðs til Grindavíkur og beygt til hægri í átt að Bláa lóninu. Haldið er framhjá lóninu og að þeim stað þar sem stór og mikil pípa liggur undir veginn. Þar er beygt til hægri og ekið eftir veginum meðfram pípunni rúmlega 3 kílómetra. Þá er látið staðar númið nærri þar sem vegurinn þverar Eldvörpin og þar hefst gangan.


Eldvörp eru um það bil 10 km. gígaröð sem tilheyrir Reykjaneskerfinu. Þar gaus síðast í Reykjaneseldum 1211-1240 og rann þá Elvarpahraun sem er 20 ferkílómetrar að stærð. Gígarnir í Elvörpum eru gjall og klepragígar og sumir nokkuð myndarlegir og þess virði að gefa gaum.


Gengið er eftir vegi um 3,5 km leið með Eldvörp á vinstri hönd og Sandfellshæð á hægri hönd. Hún er stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvakerfisins, 12500 - 13500 ára gömul. Ekki er svo íkja mikið úr vegi að ganga upp á hana og skoða gíginn í kollinum á henni. Af Sandfellshæð er haldið niður af henni til suðurs og niður á veginn aftur og nánast beint inn á Prestastíg sem er hluti af Reykjaveginum. Þar er gengið í gegnum hraunið að Rauðhól. Þar er svo haldið til norðaustur og gengið meðfram Eldvörpum. Leiðin er nokkuð greinileg og mikið gengin en sum staðar smá skrippl. Eftir nokkra göngu er komið inn á það svæði þar sem hefur verið borað eftir jarðhita með tilheyrandi jarðraski og vegalagningu. Áfram er haldið með Elvörpum þó að veginum sleppir þangað sem gangan hóst.

Það er ekki mikil hækkun í þessari göngu. Fyrstu rúmlega 3 kílómetrarnir eru nokkuð greiðfarnir enda gengið eftir vegi. Lítilsháttar hækkun upp á Sandfellshæð. Þegar komið er inn á Prestastíg og meðfram Eldvörpum er gengið í gegnum hraun og verður þá aðeins seinfarnara yfir.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.isor.is/6-eldvorp-gigarod-fra-13-old

https://notendur.hi.is/oi/Nemendaritgerdir/2007%20-%20Reykjanesskagi-natturusaga%20og%20eldvorp.pdf