Heiti ferðar:

Stóri-Meitill

Dagsetning:
29. apríl 2015
Vegalengd (áætl.):
7 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís við suðurlandsveg (að austanverðu) kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir Suðurlandsvegi og svo inn á veginn um Þrengslin. Á móts við Stórahvamm í Þrengslum er látið staðar numið og þar hefst gangan.

Gengið er upp áleiðis upp á Milli Meitla með stefnu á Stóra-Meitil. Milli Meitla er hryggur sem liggur á milli Stóra-Meitils og Litla-Meitils. Nokkuð jöfn hækkun er upp á Stóra Meitil (521 m.y.s), raunhækkun er um 300 metrar. Í kollinum á Stóra-Meitli er forn eldgígur, nokkuð djúpur. Gengið er eftir brúnunum rangsælis kringum gíginn og haldið svo niður vestur af og þannig niður á láglendið. Gengið með hlíðinni þangað sem gangan hófst.

Þetta er smá fjallganga, á grónu landi og melum.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/