Heiti ferðar:

Fagradalsfjall - Langhóll

Dagsetning:
13. maí 2015
Vegalengd (áætl.):
9-10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði, kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið er til Grindavíkur og þar inn á Suðurstrandarveginn til austurs. Ekið langleiðina að Ísólfsskála (á hægri hönd) en þar er sveigt til vinstri inn á vegarslóða sem liggur meðfram fjallinu Slögu og inn í Nátthaga þar sem gangan hefst.

Fagradalsfjall er myndað við gos undir jökli og flokkast undir s.k. stapa því gosið hefur á endanum náð upp úr íshellunni og náð að mynda hraun. Megingígurinn er nyrst á fjallinu þar sem það rís hæst (391 m.y.s). Þaðan hefur svo hraunið runnið til suðurs og er fjallið um 100 metrum lægra þar.

Gangan hefst innst í Nátthaga og er stefnan tekin strax til fjalls. Gott er að fylgja gildragi innst í Nátthaga og þaðan upp í Geldingadal. Er það um 150 metra hækkun. Gengið inn eftir Geldingadal þar sem innst í honum er annað gildrag sem leiðir áleiðis upp á Langhól (391 m.y.s.). Norðan til í Langhól er flak af Sunderland flugbát sem flaug á fjallið þann 24. apríl 1941. Fjórtan manna áhöfn var um borð og létust 3 í slysinu eða af sárum sínum. Ummerki um slysið eru sem óðast að hverfa en þó eru einhver ummerki um það enn.

Af Langhól er haldið til baka eftir brúnum Geldingadal og niður í Nátthaga þangað sem gangan hófst.

Þetta er nokkur fjallganga, raunhækkun er rúmlega 300 metar. Gengið er um nokkuð gróðurlétt landslag og hrjóstrug. Grýtt á köflum.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.ferlir.is/?id=5640