Heiti ferðar:

Ketilstígur

Dagsetning:
20. maí 2015
Vegalengd (áætl.):
7 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði, kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið áleiðis eftir veginum sem liggur til Krýsuvíkur. Rétt áður en komið er að Vatnsskarðinu, þar sem stóru malarnámurnar eru á vinstri hönd, er beygt út af veginum til hægri við skilti þar sem stendur Djúpavatn 10 km. Er þeim vegi fylgt þar til komið er að skilti sem stendur á Hofmannaflöt þar sem gangan hefst.

Gangan hefst sem fyrr segir við Hofmannaflöt og veginum fylgt þar til beygt er inn á Ketilstíginn og höldum fljótlega eftir það upp á Sveifluhálsinn. Ketilstígur var þekktasta leiðin til Krýsuvíkur forðum. Hann dregur nafn sitt af hringlaga laut er Ketill heitir. Ketilstígurinn liggur yfir þverann Sveifluhálsinn, framhjá Arnarvatni og kemur niður að Seltúni skammt frá borholunni í Krísuvík sem hefur sem hefur þanið sig í rúma hálfa öld. Leiðin upp á hálsinn er hvorki brött né strembin. Hækkunin er það lítil að það tekur því varla að nefna hana. Eftir það er leiðin nokkuð slétt, bara lítilsháttar upp og niður. Gengið að Arnarvatni og ef áhugi er fyrir hendi er hægt að ganga fram á brúnirnar og horfa niður í Krýsuvík. Á bakaleiðinni er farið eftir Sveifluhálsinum endilöngum og komið aftur niður á Hofmannaflöt.

Þetta er nokkuð þægileg ganga, lítilsháttar hækkun upp á Sveifluhálsinn. Undirlag að mestu sandur og móberg.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/