Heiti ferðar:

Hjólaferð - Kjós

Dagsetning:
10. júní 2015
Vegalengd (áætl.):
25 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Select við Vesturlandsveg kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur inn í Hvalfjörð og að Félagsgarði í Kjós, félagsheimili ungmennafélagsins Drengs. Þar verða hjólin tekin af og fákarnir stignir.

Haldið inn á Hvalfjarðarveginn og yfir brúnna á Laxá í Kjós, svo til hægri inn á þjóðveg 48, Kjósarskarðsveg. Hjólað eftir þeim vegi upp að brú yfir Laxá sem er um það bil andspænis Vindáshlíð, sumarbúðum KFUM og KFUK.. Bundið slitlag er langleiðina upp að brúnni og nokkuð róleg hækkun. Um 50 metra hækkun er á þessum ca. 12 km og einhverjir litlir hólar og hæðir á leiðinni. Skömmu eftir að komið er yfir brúnna er haldið til hæri inn á þjóðveg 481, Meðalfellsveg og stefnan tekin niður að Meðalfellsvatni. Malarvegur er fyrsta spottann en svo tekur bundið slitlag við. Þegar komið er að vatninu er hjólað gegnum sumarbústaðarhverfi sem liggur alveg við vatnið. Við endann á vatninu er höfuðbólið Meðalfell. Áfram skal hjólað yfir ánna Bugðu og niður á Hvalfjarðarveg. Þar er beygt til hægri og þá er spottakorn niður að Félagsgarði þar sem hjólatúrinn hófst.

Þetta leið er ekki mikið á fótinn, bundið slitlag nánast alla leiðina. Seinni hluti leiðarinnar er niður í móti. Hinn hefðbundi drekkutími verður vitaskuld á sínum stað.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/