Velkomin á heimasíðu Toppatrítlara!

Við höfum trítlað upp á flest fjöll í nágrenni Stór-Reykjavíkursvæðisins á síðustu árum, erum enn að og ætlum að halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.

10.06.2015
Þá er það hjólaferðin. Að þessu sinni verður haldið upp í Kjós og hjólað upp Kjósarskarðsveg og niður Meðalfellsveg. Þetta verður jafnframt Toppatrítlsferð #200 og sú síðasta. Eftir 18 ár er þetta orðið gott.
Meira >>

03.06.2015
Þá er komið að Toppatrítli #199 sem verður á Skeggja í Henglinum. Oft hefur verið farið á Skeggja í gegnum tíðina en þetta er nokkuð sérstök ferð, þar sem þetta verður síðasta gangan í Toppatrítli. Næsta Toppatrítlsferð eftir viku og sú síðasta verður hjólaferð. Nánar auglýst síðar.
Meira >>

29.05.2015
Sunnudaginn 31. maí verður snarbreytt út af vananum og haldið í Toppatrítl að Eldvörpum á Reykjanesi..
Meira >>

27.05.2015
Hengilsvæðið er ótrúlega fjölbreytt og þar má alltaf finna eitthvað til að gleðja skynfærin.
Meira >>

20.05.2015
Sveifluhálsinn er fjölbreyttur með ótal klettamyndunum.
Meira >>

13.05.2015
Uppsveitir Grindavíkur eru efniviðiðir í margar ferðir. Nú skal haldið í eina.
Meira >>

06.05.2015
Loks er komið að því að halda í sveitina. Leiðin liggur austur í Grafning.
Meira >>

29.04.2015
Nú skal haldið upp á við á Stóra-Meitil
Meira >>

22.04.2015
Fyrirhugðu ferð dagsins í Eldvörp fellur niður.

15.04.2015
Sökum mikilla snjóalaga á Hellisheiði er gripið í Plan-B. Að þessu sinni verður haldið í Þormóðsdal í uppsveitum Mosfellsbæjar og haldið þaðan á Torfadalshrygg.
Meira >>

08.04.2015
Nú verður haldið í uppsveitir Grindavíkur og gengið frá Arnarsetri að Stóra-Skógfelli
Meira >>

01.04.2015
Það er ekkert grín eða plat að byrja Toppatrítlið 1. apríl. Uppsveitir Hafnarfjarðar verða í aðalhlutverki.

Meira >>

30.03.2015
Átjánda vorið í röð hrekkur Toppatrítl í gang. Á þessu vori eru fyrirhugaðar tíu ferðir, frá apríl byrjun og fram til 10. júní. Við skipulagningu var gramsað í fortíðarsarpinum en einnig verður farið á nýjar slóðir.
Hjólaferðin verður á sínum stað, en af skipulagslegum ástæðum verður hún sett sem síðasta ferð í vor.
Toppatrítl 2015 hefst miðvikudaginn 1. apríl og eins og svo æði oft áður verður byrjað í uppsveitum Hafnarfjarðar. Meira síðar.

Meira >>

25.06.2014
Nú er síðasta ferð Toppatrítls í þessari lotu á dagskrá. Að þessu sinni verður haldið á frekar fáfarnar slóðir og gengið á Vörðufell í Brennisteinsfjöllum
Meira >>

21 .06.2014
Fyrirtaks hjólaferð í fínu veðri með huggulegum drekkutíma í Aragerði í Vogum. Viðgerðarhlé á heimleiðini þar sem punkteraði á einu hjóli. Metingur hver ætti flottasta viðgerðarkittið, mest af bótum, fjölhæfustu pumpuna og gæti gert við sprungið dekk. Ný slanga sett í en franski ventillinn brotnaði. Sú gamla, þ.e. slangan, bætt og sett undir aftur og pumpað af miklum móð. Alls voru það 19 hausar sem hjóluðu 35,7 km. á 3.30 klst.
Meira >>

18.06.2014
Nú verður hjólatrítlað um Hvassahraun og Vatnsleysuströnd.
Meira >>

17.06.2014
Það var hlýtt og gott þegar lagt var af stað upp á Heiðartopp á Heiðin-há. Hitamælar höfðu látið í ljósi að 17 stiga hiti var við upphaf göngu. Heldur kólnaði þó eftir því sem leið á gönguna og lítilsháttar þerridropar féllu á bakaleiðinni. Alls voru það 9 hausar og 3 hundar sem skunduðu 10,3 km. á 3:15 klst.
Meira >>

11.06.2014
Í vor er búið að gera efri hluta Bláfjalla nokkuð góð skil. Nú skal framhaldið af Bláfjöllum kannað.
Meira >>

06.06.2014
Það er ekki frá því Toppatrítlið miðvikudaginn hafi komið nokkuð á óvart og þá aðallega umhverfið umhverfis Stíflisdalsvatn. Þarna reyndist vera afskaplega huggulegt bæjarstæði í nokkuð stórum dal með fallegt vatn við bæjardyrnar. Það skiptust á skin og skúrir í ferðinni, drekkutíminn í lyngi vöxnum hvammi inni í litlu gili með litlum læk og fallegum fossi. Þórufoss nokkuð vatns og tilkomumikill. Alls voru það 10 hausar og 3 hundar sem skunduðu 8,4 km. á 2:55 klst.
Meira >>

06.06.2014
Lítilsháttar dráttur á myndum frá göngunni á Múla og Svínaskarð. Heldur teygðist á ferðinni þegar upp á Múla var komið, enda var ekki hægt að láta hjá líða að trana sér fram á Trönu og njóta útsýnisins í drekkutímanum. Strollað niður vegaslóðann í Svínaskarði sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Sérfræðingar sem hafa ekið hann sögðu að hann væri enn ökufær... með "smá" lagfæringum hér og þar. Alls voru það 7 hausar og 3 hundar sem skunduðu 13.06 km. á 4:34 klst.
Meira >>

04.06.2014
Nú skal gengið milli sveitarfélaga.
Meira >>

28.05.2014
Það leynist ýmislegt bakatil í Esju. Að þessu sinni verður gengið upp úr Kjósinni og upp Múla.
Meira >>

25.05.2014
Afskaplega skemmtileg og ánægjuleg ferð um áður ófarnar slóðir. Heiðskýrt og sól, þó norðan blástur hafi verið nokkur. Ferðinni var heitið upp Kast og var niðurgangur í Görn og svo aftur upp og stiklað á steinum fyrir allan peninginn þar til niðurgangur hófst aftur. Alls voru það 13 hausar og 3 hundar sem skunduðu 11,4 km. á 4:03 klst.
Meira >>

21.05.2014
Kast, Görn og Hnúða koma við sögu að þessu sinni
Meira >>

15.05.2014
Listi yfir eldri Toppatrítlsferðir hefur verið uppfærður og steypt saman í einn heildarlista. Þessi útfærsla ætti að gefa betri yfirsýn yfir farnar slóðir Toppatrítlara í gegnum tíðina og gera leit auðveldari.
Meira >>

15.05.2014
Töluvert rættist úr veðrinu áður en farið var á Kerlingahnúk í Bláfjöllum. Lítilsháttar þoka var á efstu toppum og smá útsýni á milli þokubakka eða þegar hann reif af sér. Ekki kom dropi úr lofti sem heitið gat, fyrir utan smá sudda. Eitthvað reyndust kílómetranir vera færri þegar á hólminn var komið en snjópjakkið bætti það upp. Það voru 9 hausar og 3 hundar sem örkuðu 6.2 km á 2:30 klst.
Meira >>

14.05.2014
Skíðasvæði eru til margs nýtileg þó snjórinn fari minnkandi og búið sé að loka því fyrir skíðaiðkun.
Meira >>

12.05.2014
Það kom að því að gengið væri inn í vorið þegar farið var á Lakahnúka og Stóra-Sandfell í dásemdar vorblíðu. Það voru 12 hausar og 1 hundur sem gengu 8,7 km. á 2:55 klst.
Meira >>

07.05.2014
Nú skal skundað á skjálftaslóðir. Þar er nú þó allt með kyrrum kjörum þessa stundina.
Meira >>

01.05.2014
Dálítið mikið pjakk í mjúkum snjó. Hefði kanski með réttu átt að vera ferð á fjallaskíðum, enda nægur snjór enn þá í Bláfjöllum. Drekkutíminn haldinn hátíðlegur í Himnaríki, eða á leifunum af honum. Það voru 9 hausar og 4 hundar sem óðu snjó 8.4 km. á 3:15 klst.
Meira >>

30.04.2014
Það hlýtur bara að vera alger draumur, hvernig svo sem þetta fer.
Meira >>

28.04.2014
Veðrið lofaði góðu fyrr um daginn, en heldur seig á ógæfuhliðina þegar leið á daginn og þegar á hólminn var komið voru komnir hlussu regndropar. Héldust þeir nánast alla ferðina mis þéttir á köflum. Það voru 16 hausar sem hófu ferðina en 2 snéru við vegna tvíbókunar . Því voru það 14 hausar og hundar sem gengu 12.6 km á 3:30.
Meira >>

23.04.2014
Á síðasta degi vetrar verður gengið í kringum.
Meira >>

18.04.2014
Það var alger blíða þegar farið var á Flatafell og Helgufoss skoðaður. Alls voru það 10 hausar og 3 hundar sem örkuðu 8,25 km. á 3:25 klst
Meira >>

18.04.2014
Loks hafðist það að koma myndum úr Toppatrítlinu þann 9. apríl á sinn stað. Alls voru það 16 hausar og 3 hundar sem örkuðu 9,2 km. á 3:15 klst
Meira >>

16.04.2014
Á slóðum Skáldsins í Mosfellsdal. Fjallganga og sögustund.
Meira >>

09.04.2014
Stefnt verðu nú til fjalla í undirhlíðar Bláfjalla.
Meira >>

06.04.2014
Fyrsta Toppatrítl vorsins kláraðist með bravör. Lagt var af stað í björtu og komið til baka í myrkri. Alls voru það 19 hausar og 3 hundar sem örkuðu 8,2 km. á 2:35 klst
Meira >>

02.04.2014
Eins og svo oft áður hefst Toppatríl í uppsveitum Hafnarfjarðar.
Meira >>

27.03.2014
Ekki seinna vænna enn að byja á þessu eina ferðina enn.
Meira >>

12.06.2013
Þegar Toppatrítli lauk í fyrra var farið til hægri. Í þessu síðasta Toppatrítli sumarsins 2013 skal haldið til vinstri.
Meira >>

10.06.2013
Það var rúllandi fín hjólaferðin umhverfis Hlíðarvatn. Ágætis hjólaveður var, milt og ekki mikill vindur. Hjólað var niður að Strandakirkju í Selvogi og áð þar. Þegar halda átti til baka var skollin á svarta þoka og var því hjólað til baka í skyggni sem nam u.þ.b. 1 - 1 1/2 stikubili. Alls voru það 14 hausar sem hjóluðu 34,7 km á 3:06 klst.
Meira >>

05.06.2013
Í fyrra var prófað að fara í eina hjólaferð. Hún sló rækilega í gegn og á því að endurtaka leikinn, en á öðrum stað. Að þessu sinni verður haldið að suðurstöndinni og hjólað umhverfis Hlíðarvatn
Meira >>

04.06.2013
Enn vantaði örlítið upp á að vorið væri komið fyrir alvöru þegar farið var á Vífilsfell. Gráðurnar voru heldur fáar þó svo að veðrið væri gott. Alls voru það 21 haus og 4 hundar sem örkuðu 8.11 km á 3:39 klst.
Meira >>

29.05.2013
Eitt af mest áberandi fjöllunum í nágrenni Reykjavíkur og klárlega eitt af þjóðvegafjöllunum verður takmark dagsins
Meira >>

29.05.2013
Það vantaði bara örlítið upp á að það væri komið vor þegar gengið var á Skálafell á Hellisheiði á miðvikudaginn var. Alls voru það 20 hausar og 3 hundar sem örkuðu 8.7 km á 3:17 klst.
Meira >>

22.05.2013
Nú er planið að leggja eitt af fjöllunum við þjóðveginn að velli.
Meira >>

20.05.2013
Eitthvað lét vorið á sér standa við Selatanga þó veðrið hafi í heildina verið gott, burtséð frá svölum norðan blæstri. Alls voru það 14 hausar og 3 hundar sem örkuðu 9.6 km á 3:30 klst.
Meira >>

20.05.2013
Þá eru myndir frá Toppatrítlinu á Geitafell loks komnar hér inn. Fyrsta peysuveður vorsins þó svalt hafi verið. Alls voru það 6 hausar og 3 hundar sem örkuðu 11.5 km á 3:54 klst.
Meira >>

15.05.2013
Um svipað leiti í fyrra var gengið inn í vorið við Krýsuvíkurberg. Að þessu sinni veður athugað hvort ekki verði gengið inn í vorið eilítið vestar við hina fornu verstöð Selatanga.
Meira >>

08.05.2013
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá fólki að vorið hefur verið í kaldara lagi. Snjóalög eru enn það mikil að víða er skíðafæri frekar en göngufæri. Af þessum sökum verður að laga sig að aðstæðum og halda sig rétt fyrir neðan snjólínu.
Meira >>

02.05.2013
Það var þessi klassíski norðan þræsingur sem blés í fangið á Toppatrítlurum þegar þeir gengu upp eftir Langahrygg og á Stórahrút. Alls voru það 22 hausar og 5 hundar sem örkuðu 10.5 km. á 3:50 klst.
Meira >>

02.05.2013
Þá eru myndir úr göngunni á Sveifluhálsi og á Hellutinda loks komnar inn. Eins og þær bera með sér var veður með allra besta móti, þó að það kólnaði nokkuð hratt er sólin gekk til viðar. Alls voru það 17 hausar og 4 hundar sem örkuðu 9.37 km. á 3:37 klst.
Meira >>

01.05.2013
Það verður engin kröfuganga núna eða græn ganga, bara fjallganga og kanski litið á eitt flugvélaflak.
ATH: Lagt verður af stað kl. 10:00
Meira >>

24.04.2013
Síðasta ganga vetrarins er framundan. Að þessu sinni verður gengið frá Vatnsskarði og að Hellutindum á Sveifluhálsi.
Meira >>

18.04.2013
Það er ýmist í ökkla eða eyra þetta veðurfar. Í síðustu viku var eins og ísöld væri skollin á, slíkur var kuldinn. Í gær var veður þó öllu mildara og nánast logn, en á móti kom að þungur og blautur snjórinn var öslaður upp fyrir miðja kálfa. Alls voru það 8 hausar og 2 hundar sem örkuðu 5.57 km. á 3:00 klst.
Meira >>

17.04.2013
Þau eru nokkur fjöllin og fellin sem menn hafa séð tilsýndar út um bílrúðuna á 100 km. hraða. Í dag verður gengið á eitt svona bílrúðufell og lagt að velli.
Meira >>

14.04.2013
Það var kalt þegar lagt var af stað í fyrsta Toppatrítl sumarsins á miðvikudaginn var. Þó var heldur kaldara þegar komið var til baka að bílunum rúmlega tveimur tímum síðar. Þessi ferð verður skráð í sögubækur sem eftirminnilega köld ferð. Alls voru það 22 hausar og 5 hundar sem örkuðu
7.4 km. á 2:20 klst.
Meira >>

10.04.2013
Fyrsta Toppatrítl vorsins framundan og venjunni samkvæmt í uppsveitum Hafnarfjarðar
Meira >>

02.04.2013
Senn líður að því að Toppatrítl 2013 hefjist, eitt árið enn. Planið er að byrja þann 10. apríl næstkomandi. Að venju verður farið rólega af stað og svo tognar og teygist á ferðunum eftir því sem líður á vorið. Stefnan er sett á tíu ferðir þ.a. við verðum að fram í miðjan júní. Einni hjólaferð verður skellt inn í þar sem hjólaferðin í fyrra sló svo rækilega í gegn. Ferðirnar þetta árið eru bland í poka, eitthvað að endurnýttu efni og e-ð nýtt.
Fyrsta trítlið verður miðvikudaginn 10. apríl. Eins og svo oft áður í fyrsta trítli verður það í uppsveitum Hafnarfjarðar. Nánar kynnt síðar.

Meira >>

17.06.2012
Í síðustu ferð Toppatrítls þetta vorið var farið á Hvirfil í Lönguhlíð í þeirri von að fá e-ð betra veður en fyrir 12 árum er síðast var farið þangað. Ekki var heppnin alveg fyllilega með í farteskinu því nokkuð hvasst var á toppnum og svalt eftir því. Þó var bjart yfir og gott útsýni yfir í Brennisteinsfjöll. Drekkutíminn var á sama stað og síðast, í skjóli, og var Toppatrítlinu slúttað á hefðbundinn hátt. Alls voru það 13 hausar 1 hundur sem gengu rúma 12.45 km. á um 4:45 klst.
Voruppgjör á Toppatrítlinu hefur farið fram og niðurstaðan er að á þessu voru voru farnir um 103,4 kílómetrar í 10 ferðum. Þar af voru 73 km. á fæti og tæplega 30 km. á hjóli.
Allt þetta var framkvæmt á 30:40 klst. Það voru 164 sem mættu í Toppatrítl þetta vorið sem er heldur fleiri en í fyrra. Nokkur nýliðun var, en 4 nýir Toppatrítlarar bættust við og gengu reglulega með.
Veðurfar var Toppatrítlurum frekar hagstætt þetta vorið. Það var bara í fyrstu ferðinni þar sem e-ð skítaveður var að ráði, en þá var gengið í slyddu og snjókomu. Ein þokuferð var, er gengið var í nágrenni Djúpavatns. Að öðru leiti voru veðurskilyrði hagstæð þó að hitastig hafi oft ekki verið hátt og stundum nokkur vindur.
Orðheppni vorsins er tileinkuð Ingu er hún hékk utan í Seltind og komst hvorki lönd né strönd: "Bjarki, ég held ég þurfi hjálp"
Meira >>

13.06.2012
Þá er komið að leiðarlokum í Toppatrítli þetta vorið. Níu ferðir að baki og sú tíunda og síðasta framundan. Að þessu sinni verður farið í endurnýtingarkistuna og gengið á Hvirfil á Lönguhlíð.
Meira >>

09.06.2012
Þetta var ekki svo vitlaus hugmynd að taka eitt Toppatrítl í að hjóla á Þingvöllum. Þrátt fyrir svalan blástur af Kaldadal til að byrja með var hann fyrir bí er niður í þjóðgarðinn var komið. Drekkutíminn var haldinn hátíðlegur úti í kjarri þar sem öllum til ánægju, skaut Hennesy upp kollinum. Alls voru það 11 hausar og enginn hundur aldrei þessu vant sem hjóluðu rúma 29.2 km. á um 3:22 klst.
Meira >>

06.06.2012
Hjólaferð um Þingvelli er afkaplega skemmtilegur ferðamáti í Þjóðgarðinum Að þessu sinni verður land lagt undir hjól í stað þess að arka um.
Meira >>

06.06.2012
Sumar var í lofti þegar gengið var inn Eyjadal í Kjós með stefnu á Seltind í Esju. Mjög skemmtileg ganga í fallegu veðri. Mjög bratt síðasta hlutann upp á Seltind en vel fært. Alls voru það 17 hausar og 3 hundar sem örkuðu rúma 10.3 km. á um 4:15 klst.
Meira >>

30.05.2012
Eyjadalur er einn af dölunm í Esju og Seltindur einn af tindunum.
Meira >>

24.05.2012
Hryssingslegt og gjóla sunnan við Esjuna, en bjart yfir og smá vindur innst inni í Hvalfjarðarbotni, hlýtt og peysuveður. Skemmtilegt útsýni af Þyrli til Botnssúlna, Hvalfells og vitaskuld yfir Hvalfjörðinn. Alls voru það 17 hausar og 3 hundar sem örkuðu rúma 8.22 km. á tæpum 3:20 klst.
Meira >>

23.05.2012
Þyrill í Hvalfirði er án efa eitt tilkomumsta fjallið á svæðinu. Ekki árennilegt uppgöngu að vestanverðu, en þeim mun auðveldara að austan.
Meira >>

18.05.2012
Það gerðist ekki fallegra í Grafningnum en á miðvikudagskvöldið. Bjartviðri, mikil fjallasýn og slétt Þingvallavatn. Nokkuð svalt var þegar sól gekk til viðar og því gott að komast í "seinna kaffið" í nágrenninu. Alls voru það 19 hausar og 3 hundar sem örkuðu rúma 7.22 km. á tæpum 2:40 klst.
Meira >>

16.05.2012
Þá er það Grafningsganga þar sem gengið verður um Selkletta, meðfram Nesjavallahrauni og um Krumma.
Meira >>

13.05.2012
Sól, blíða og hægur norðan svali á Krýsuvíkurbergi sem skartaði sínu fegursta í geislum kvöldsólarinnar. Alls voru það 23 hausar og 3 hundar sem örkuðu rúma 10.00 km. á tæpum 3:15 klst.
Meira >>

09.05.2012
Enn og aftur verður haldið suður á Reykjanesfólkvang og tekið smá skurk með ströndinni.
Meira >>

05.05.2012
Það var heldur þungbúið veðrið yfir Móhálsadal á miðvikudaginn. Þrátt fyrir það var veður hið besta þegar arkað var frá Djúpavatni niður á Vigdísarvelli. Á bakaleiðinni var gengið utan í Núpshlíðarhálsinum, langleiðina eftir stikaðri leið, í svarta þoku. Alls voru það 15 hausar og 4 hundar sem örkuðu rúma 8.00 km. á tæpum 2:40 klst.
Meira >>

02.05.2012
Krísuvíkureldar skuku það svæði sem haldið skal á þennan miðvikudag.
Meira >>

26.04.2012
Það er ómögulegt þegar vegakerfinu er breytt, en ekki kortum. Þrátt fyrir smávægilegar tafir komust loks allflestir á upphafstað, en sumir voru heitir en komust ekki. Veðrið var hins vegar alveg himneskt þ.a. það kom ekki að sök þó smá bið væri áður en lagt var á Latsfjall og út í Ögmundarhraun. Nesti snætt í lyngi grónum hvammi í Óbrennishólma í logni við sólsetur. Alls voru það 21 haus og 3 hundar sem örkuðu 6.28 km. á tæpum 2:40 klst.
Meira >>

25.04.2012
Þá er sumar skollið á í öllu sínu veldi, a.m.k. skv. dagatalinu. Fyrir ofan snælínu er þó enn snjór og skíðafæri, en á Reykjanesskaganum er snjólaust með öllu, nema stöku fannir hér og þar og ekkert skíðafæri. Göngufæri er hins vegar gott og þangað skal haldið í dag... og enga leti.
Meira >>

12.04.2012
Veturinn kvaddi með stæl og gaf vonandi forsmekkinn á því sem koma skal í sumar, sól og blíðu. Hvalfjörður og Þyrilsnes skörtuðu sínu fegursta á síðasta degi vetrar, þrátt fyrir svolítinn andkulda. Alls voru það 15 hausar og 4 hundar sem örkuðu 7.12 km. á tæpum 3:00 klst.
Meira >>

18.04.2012
Í dag skellir veturinn í lás og sumarið tekur við, vonandi hlýrra en það reyndist vera í fyrra. Að þessu sinni verður haldið upp í Hvalfjörð og gengið um Þyrilsnes
Meira >>

12.04.2012
Skjótt skipast veður í lofti, en farið var úr prýðilegu veðri úr Hafnarfirði og endað í snjókomu suður undir Sveifluhálsi. Það kom að sjálfsögðu ekki í veg fyrir fyrirtaks göngutúr. Alls voru það 13 hausar og 4 hundar sem örkuðu 5.03 km. á 2:00 klst.
Meira >>

11.04.2012
Núna er vorið alveg bráðum að koma og senn fara grundir að gróa, því er tímabært að Toppatrítla. Eins og svo oft áður er fyrsta ferð vorsins í uppsveitum Hafnarfjarðar. Að þessu sinni veður strollað um Almenninga og genginn hluti af Stórhöfðastíg með Fjallgjá og að Fjallinu eina
Meira >>

09.04.2012
Enn eitt árið verður Toppatrítlað. Dagskráin fyrir vorið 2012 liggur nú fyrir og samanstendur hún af 10 ferðum. Sú nýbreyttni verður gerð að einni hjólaferð verður lætt inn í dagskránna. Menn hafa því fram í júní til að redda sér hjólhestum og flutningsgræjum sé svoleiðis útbúnaður ekki til staðar.
Að öðru leiti verður fyrirkomulagið hefðbundið.
Fyrsta trítlið verður miðvikudaginn 11. apríl. Eins og svo oft áður í fyrsta trítli verður það í uppsveitum Hafnarfjarðar. Nánar kynnt síðar.

Meira >>

16.06.2011
Toppatrítli 2011 er núna lokið þetta vorið. Síðasta gangan var í gærkvöldi á Trölladyngju, um Sog og á Grænudyngju. Loks var var sumar í lofti, þó lofthitinn hefði mátt vera meiri. Það var að minnsta kosti enginn kappklæddur eins og í allflestum ferðanna í vor. Síðasti drekkutíminn var vitaskuld haldinn hátíðlegur á hefðbundinn hátt og vorum menn alveg kampakátir að honum loknum og víluðu ekki fyrir sér að klöngrast niður snarbratta skriðu austan í Grænudyngju. Ýmislegt hefur dúkkað upp í Toppatrítli í gegnum árin, en þær ánægjulegu fréttir bárust meðan á göngunni stóð að ein úr hópnum varð amma í fyrsta sinn. Alls voru það 16 hausar og 2 hundar sem örkuðu 7.1 km. á 4:00 klst
Að afloknu Toppatrítli hefur verið hefð að líta yfir farinn veg. Þetta vorið voru farnar 10 ferðir á 11 vikum, gengnir voru um 80 kílómetrar á tæpum 33 klukkustundum og það voru 156 hausar sem komu þetta vorið. Það sem einkenndi vorið var að það var frekar kalt og segja má að menn gátu verið léttklæddir í tveimur ferðum. Rigning var í einni ferð og og skítakuldi í nokkrum. Allt gekk áfallalaust þrátt fyrir nokkrar brattar niðurgönguleiðir.
Meira >>

15.06.2011
Þá er Toppatrítlið að renna sitt skeið á enda þetta vorið. Að þessu sinni verða tvö fjöll sem bæði heita dyngjur tekin fyrir og toppuð í tilefni dagsins.
Meira >>

10.06.2011
Vorið er varla komið og alls ekki sumarið. Þrátt fyrir græna slykju á túnum bænda var engan vegin vor í lofti í Kjósinni þegar gengið var á Þórnýjartind. Frekar bratt upp og snarbratt þar sem niður var farið og þurftu menn að kunna fótum sínum forráð. Alls voru það 7 hausar og 2 hundar sem örkuðu 9.2 km. á 4:30 klst.
Meira >>

08.06.2011
Farið á Esju bakatil, á Þórnýjartind nánar tiltekið sem er eitt af útfjöllum Esju. Tindurinn teygir sig 648 metra til himins og er frekar bratt upp. Útfærsla á fyrirhuguðu ferðaplani ræðst nokkuð af aðstæðum og hversu vel miðar þegar á hólminn er komið.
Meira >>

05.06.2011
Sveitasælan í Grafningnum er alltaf góð, þó svo að frekar napurt hafi verið er Hátindur í Grafningi var toppaður, tvisvar af sumum. Þetta var frekar auðveld ganga um slóðir sem fæstir höfðu komið á. Seinna kvöldkaffið svo tekið í sumarbústað í nágrenninu. Alls voru það 13 hausar og 3 hundar sem örkuðu 6.3 km. á 2:35klst.
Meira >>

01.06.2011
Farið á tröllkonuslóðir í Grafningi og tám tillt á tind háan.
Meira >>

31.05.2011
Það hallaði frekar upp í mót er farið var á Kerhólakamb í Esju. Veður var mjög gott og drekkutíminn fór fram í 851 m.y.s. í sól og svölum andvara. Alls voru það 12 hausar og 3 hundar sem örkuðu 7.5 km. á 4:20 klst.
Meira >>

25.05.2011
Eftir flatneskjugöngu síðustu viku er hæfilegt að fara í fjallgöngu.
Meira >>

19.05.2011
Í fyrsta sinn í sögu Toppatrítls var haldið austur yfir Ölfusá er farið var í Fuglafriðlandið í Flóa. Tilgangur ferðarinnar var að skoða fuglalífið á svæðinu. Eitthvað voru fuglarnir tregir að láta sjá sig, væntanlega vegna veðurs en þó sáust m.a. gæsir, álftir, lómar, þúfutittlingar, stelkar og einhverjar fleiri tegundir. Alls voru það 22 hausar sem örkuðu 6.5 km. á 2:50 klst
Meira >>

18.05.2011
Að þessu sinni verður hefðbundið Toppatrítl brotið aðeins upp og haldið í fuglaskoðunarferð í Fuglafriðlandið í Flóa.
Meira >>

12.05.2011
Það var í alvöru blíðu sem arkað var á Keili. Það er ekki oft að það er logn á toppi Keilis, en sú var raunin í þetta skiptið. Að auki var algert peysuveður. Alls voru það 19 hausar, 3 hundar sem örkuðu 8.3 km. á 3:25 klst.
Meira >>

11.05.2011
Keilir klikkar ekki.
Meira >>

10.05.2011
Í hundraðastaogfimmtugasta Toppatrítlinu var gengið í var farið í fyrstu alvöru fjallgöngu vorsins er gengið farið var á Húsmúla og Sleggju. Niðurleiðin af Sleggju reyndist vera smá brölt, príl, hopp, rassabunur og skrippl, en allir komust niður. Alls voru það 19 hausar, 3 hundar sem örkuðu 9.6 km. á 3:45 klst.
Meira >>

04.05.2011
Þá er það Hengilsvæðið, þar sem tillt verður tá á Húsmúla og Sleggju
Meira >>

29.04.2011
Toppatrítlið á miðvikudaginn fór fram við dillandi lóusöng þar sem arkað var yfir gróðursnauða mela og kletta að Víti, norðan við Geitahlíð nærri Kleifarvatni. Víti er mikil hraunelfur sem hefur runnið fram af hálendinu fyrir ofan og fyllt dalbotninn á dölum tveimur. Alls voru það 12 hausar, 2 hundar sem örkuðu 10.4 km. á 3:20 klst.
Meira >>

27.04.2011
Reykjanesfólkvangurinn er víðáttumikill og margt stórt og smátt að sjá. Stærri gerðin verður markmiðið í kvöld.
Meira >>

27.04.2011
Miðvikudaginn 13. apríl var genginn 3ja vatna hringur í uppsveitum Mosfellsbæjar. Lagt var af stað í björtu og gjólu en komið til baka í roki, rigningu og myrkri. Alls voru það 15 hausar, 2 hundar sem örkuðu 8.8 km. á 3:20 klst.
Meira >>

13.04.2011
Nú verður haldið upp til sveita og eru það uppsveitir Mosfellsbæjar sem verða fyrir valinu.
Meira >>

07.04.2011
Það var undarlegt veður sem gekk yfir seinnipartinn á miðvikudaginn og allt útlit fyrir að fyrsta Toppatrítl vorsins færi fram í heiðskýruausandirigningarhríðarbyl eða einhverju því um líku veðurfari. Heldur rættist þó úr veðrinu á leið suður í Straum og allan tímann sem gengið var reyndist veður vera hið besta, þrátt fyrir að eitt og eitt snjókorn léti sjá sig. Alls voru það 23 hausar, 3 hundar sem örkuðu 6.7 km. á 2:20 klst.
Meira >>

06.04.2011
Þá er komið að því að leggja land undir löpp á þessu vori og skunda í fyrsta Toppatrítlið. Að þessu sinni verður farið suður í Hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð og genginn þar hringur.
Meira >>

31.03.2011
Enn einu sinni verður Toppatrítli hleypt af stokkunum og það í 14. skipti. Að þessu sinni verður byrjað viku fyrr en venjulega, eða þann 6. apríl næstkomandi. Eins og fyrri daginn eru ferðirnar samsuða úr gömlu og nýju, stöku sinnum færðar í stílinn og jafnvel briddað upp á einhverju nýju. Lengd ferðanna fylgir sem fyrr sólarganginum, eða þær aðlagaðar að aðstæðum hverju sinni.
Toppatrítl 2011 hefst þann 6. apríl kl. 18:30 stundvíslega. Ferðahögun verður kynnt á hefðbundinn hátt samdægurs.
Meira >>

23.06.2010
Lokaferð Toppatrítls á þessu vori var farin miðvikudaginn 16. júní s.l. Var þá farið inn í Brennisteinsfjöll og gengið á Kistufell. Þessi ferð verður skráð í sögubækur fyrir margra hluta sakir sem ekki verða hafðir eftir, en verður það fært í letur hér að hún fer hún í hóp lengstu ferða, bæði í kílómetrum og klukkustundum. Veður var bjart en nokkur norðan næðingur var og því miður var nokkuð svalt líka, en á móti sást til allra átta. Þegar komið var að Kistufelli, eftir um 2,5 klst strembna göngu var síðasti drekkutíminn haldinn hátíðlegur á hefðbundinn hátt. Þegar komið var til baka um nóttina var ekki laust við það að menn væru orðnir all þreyttir. Alls voru það 16 hausar og 3 hundar sem lögðu á sig 18 km göngu á 6:25 klst.
Í Toppatrítli 2010 voru skipulagðar 10 ferðir sem allar voru farnar eins og lög gerðu ráð fyrir. Breyta þurfti út frá fyrirhuguðu plani tveimur ferðum vegna veðurs
en aðrar ferðir stóðust áætlun. Alls voru gegnir tæpir 117 kílómetrar og því var hver ferð að meðaltali 11,7 kílómetrar. Það fór tæp vinnuvika í þetta eða um 37 klukkustundir, væntanlega nærri 40 klst með akstri. Þátttakan í Toppatrítli þetta vorið var með ágætum, örlítið lakari en árið 2009, en alls voru 184 hausar í þessum 10 ferðum sem gera um 18,4 hausar að meðaltali í hverri ferð. Lítið fór fyrir þessum 0,4. :-)
Meira >>

16.06.2010
Þá er það síðasta Toppatrítlsferðin á þessu vori. Til að reka almennilegan endahnút á Toppatrítlið þá verður þetta "tveggja daga ferð", þ.e. lagt af stað þann 16. og komið aftur til baka þann 17. Það er því eins gott að áfangastaðurinn sé þess virði.
Meira >>

13.06.2010
Það ætlar ekki að gefa á Hengilinn í góðu verðri þegar til stendur. Ferðin á Skeggja á miðvikudaginn reyndist vera í blautari kantinum. Þoka og þéttar skúrir með stuttu millibili voru fyrir ofan 600 metra og Skeggi því toppaður í þoku og sudda. Þrátt fyrir oggulítið slark reyndist þetta vera mjög skemmtileg ferð í mjög fallegu umhverfi, sem er sko ekkert síðra í smá raka. Alls voru það 18 hausar og 3 hundar, sem fóru 8,8 km á 3:25.
Meira >>

09.06.2010
Hengillinn er til margra hluta nytsamlegur þegar kemur að gönguferðum, fjallgöngu eða bara dáðst að þessum reisulega hnaus á honum sem horfir brúnaþungur til norðurs ósjaldan með skegg.
Meira >>

05.06.2010
Það gerðist vart betra veðrið á miðvikudaginn er skundað var í rólegheitunum meðfram Kleifarvatni, að Hvammahrauni og síðan upp á hálendið þar fyrir ofan. Sólin bakaði trítlara meðan gengið var með vatninu og upp á hálendið. Drekkutíminn var með betra móti í "bólstruðu kaffistofunni" í alvöru "SOS". Heldur kulaði eftir drekkutímann og sól gekk til viðar um það leiti sem farið var niður af hálendinu. Það voru 20 hausar, 3 hundar sem örkuðu 12,1 km á 4:24.
Meira >>

02.06.2010
Í Toppatrítli dagsins er haldið suður á Reykjanesfólkvang og gengið meðfram Kleifarvatni að austanverðu að Hvammarauni. Síðan verður haldið upp á hálendið ofan Kleifarvatns meðfram Hvammahrauni.
Meira >>

31.05.2010
Það viðraði vel til göngu á miðvikudaginn er gengið var á Hrómundartind og svo um Tindagil. Þrátt fyrir örlítinn svala var sólskin og bærilegt útsýni, en mistur í lofti. Að ganga Hrómundartind endilangan er alveg ævintýraleg ganga í svona veðri. Eggmjóar eggjarnar eru eggjandi flottar þar sem farið ef eftir þröngum slóða eftir þeim og snarbratt niður beggja vegna. Þegar Hrómundartindi sleppir var haldið upp Tindagil þrætt til baka upp að Kattatjörnum. Gilið er ekki síður fallegt en útsýnið af Hrómundartind. Það voru 21 haus og 3 hundar sem örkuðu 10,1 kílómetra á 4:20 klst.
Meira >>

26.05.2010
Ef allt gengur upp þá er himneskur göngutúr með tindatrítli og giljaklöngri á döfinni.
Meira >>

25.05.2010
Á miðvikudaginn voru veðurguðirnir enn að hrekkja vaska Toppatrítlara er þeir létu þungbúna þoku klæða Esju í hvítan og blautan feld. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði eithvað gott að í stað þess að halda á Þórnýjartind var haldið inn Elífsdal allt þar sem klettastál hindraði för og sendi okkur froðufellandi hvítfissandi fossa ofan úr þokunni. Það voru 15 hausar, 5 hundar sem skunduðu 8,5 kílómetra á 3:20 klst.
Meira >>

19.05.2010
Nú er það sko fjallganga sem er framundan. Haldið í Kjósina og gengið á Þórnýjartind (648 m.y.s.)
Meira >>

17.05.2010
Á miðvikudaginn í síðustu viku var haldið í sveitina í Grafningnum og gengið að Litla-Skolla, Skolla og Skollagróf. Leiðinda norðan þræsingur var uppi á hryggjum en í dokkum og skvompum var hið ágætasta veður. Þrátt fyrir norðan þræsing fannst prýðilegt nestisstæði. Lítilsháttar breyting var gerð á fyrirhuguaðri leið á bakaleiðinni til að losna við þræsinginn. Eftir göngu var svo öllum boðið í sumarhús í nágrenninu til að fá heitt kakó og "útíða". Það voru 21 haus, 5 hundar sem skunduðu 10 km á 3:05 klst.
Meira >>

12.05.2010
Nú verður haldið í sveitina og farið austur í Grafning í Skollaleik.
Meira >>

06.05.2010
Heldur tóku náttúruöflin hlutina í sína hendur í gær er fara átti á Húsmúla og Sleggju. Þoka var niður í þara og ekki fýsilegt að hækka sig meira en sem nam skósólum. Að auki var Suðurlandsvegur lokaður um það leiti er leggja skildi af stað, þ.a. Plan B var soðið saman í snarhasti. Niðurstaðan var að keyra Nesjavallaleið og arka inn í Marardal og Engidal. Þegar á hólminn var komið var þokan svo svört að vart sá handaskil en engu að síður gengu menn af stað .... í vitlausa átt. Það leiðréttist fljótt þ.a. úr varð lítilsháttar upphitunarhringur og gekk greiðlega að ganga inn í Marardal og Engidal með þokuna lónandi við hársvörðinn. Það voru 4 hundar og 16 trítlarar sem þrömmuðu 14,2 kílómetra á 4:35 klst.
Meira >>

05.05.2010
Hengilsvæðið verður enn og aftur viðkomustaður í Toppatrítli. Að þessu sinni veður gengið upp Húsmúla upp á Sleggju og niður í Engidal.
Meira >>

03.05.2010
Miðvikudaginn 28. apríl var farið inn á Ölkelduháls og gengið um Klambragil, Reykjadal og á Dalsfell. Fallegt og milt vorveður var allan tímann og gengu menn léttklæddir. Alls voru 25 Trítlarar mættir og 3 hundar. Gengnir voru 9,5 kílómetrar á 3:20 klst.
Meira >>

28.04.2010
Nú er tímabært að hækka sig aðeins og fara til fjalla. Að þessu sinni verða uppsveitir Hveragerðis fyrir valinu. Gengið frá Ölkelduhálsi og um Klambragil og Reykjadal og á Dalafell (347 m.y.s.).
Meira >>

25.04.2010
Veturinn var kvaddur á Drumbi og Krýsuvíkur-Mælifelli á miðvikudaginn var. Veður var bjart en svalt. Gengið fram í myrkur. Það voru 18 trítlarar og tveir hundar sem skunduðu 9,5 kílómetra á
3:10 klst.
Meira >>

21.04.2010
Veturinn formlega að líða undir lok. Vorið handan við hornið. Toppatrítlað á sunnanverðum Sveifluhálsi í kvöld, og ekkert verið að flýta sér heim enda frí daginn eftir.
Meira >>

15.04.2010
Fyrsta Toppatrítl vorsins fór vel af stað á miðvikudaginn með þægilegri og skemmtilegri göngu í uppsveitum Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins. Veður var með ágætum fyrir utan eitt "pus" undir lokin. Það voru 14 trítlarar sem létu sjá sig ásamt tveimur hundum og gengu 9,7 km á 2:45 klst.

Meira >>

13.04.2010
Vorið er komið þó dagatalið segi annað. Gilin og lækirnir fossa af brún, en þó allvíða annarsstaðar en á þeim slóðum sem verður farið í Toppatrítli í kvöld. Þar lætur ein á sér duga að hverfa í hraun. Í Toppatrítli kvöldsins, því fyrsta á þessu vori, verður haldið í uppsveitir Hafnarfjarðar.
Meira >>

09.04.2010
Þá er Toppatrítl 2010 tilbúið til birtingar, þó seint sé en tímanlega þó. Samsuðan sem varð til þetta árið er blanda af nýju og gömlu með tilbrigðum. Að venju er þetta tekið létt til að byrja með en svo fara ferðirnar að taka í og lengjast eftir því sem sól hækkar á lofti.
Toppatrítl 2010 hefst þann 14. apríl kl. 18:30 stundvíslega. Ferðahögun verður kynnt á hefðbundinn hátt samdægurs.
Meira >>

08.04.2010
Heldur hefur dregist úr hömlu að gera upp árið 2009 og því ekki seinna vænna að birta tölfræðina áður en land verður lagt undir fót á ný.
Í síðustu ferð Toppatrítls 2009 var farið á fellin þrjú í uppsveitum Hafnarfjarðar, Búrfell, Húsfell og Helgafell. Þetta var dágóður hringur, rúmlega 13 kílómetrar, í fyrirtaks veðri og hann var arkaður á um 5 tímum með góðum drekkutíma, af 22 trítlurum. Ársuppgjörið lítur því þannig út að alls voru gengnir rúmlega 85 kílómetrar á 36 tímum og það voru mættu 182 hausar í það heila sem þrömmuðu í hvernig veðri sem var. Fjöldi hausa sem mættu sem var tæplega tvöföldun frá árinu áður (2008).

Meira >>

09.06.2009
Þá er komið að síðustu ferð Toppatrítls þetta vorið. Eins og svo oft áður er ekki leitað langt yfir skammt heldur er farið í uppsveitir Hafnarfjarðar og gengið á Búrfell, Húsfell og Helgafell.
Meira >>

09.06.2009
Glaðir og kátir Toppatrítlarar streymdu niður af Móskarðshnúkunum, á miðvikudaginn, eftir að hafa toppað þá alla og klárað Laufskörðin til viðbótar. Veðrið reyndist vera með allra besta móti og útsýni ekki síður. Margir höfðu horft þarna upp í gegnum tíðina en aldrei látið verða af því að fara fyrr en nú.
Heldur var fjölmennt á austasta hnúknum en þar var annar hópur á ferð með 80 manns innanborðs á vegum 66Norður. Þegar 21 Toppatrítill bættist í hópinn, þá varð fékk samansafnið gælunafnið 101 Toppatrítill.
Það voru sem áður segir 21 trítill sem toppaði á tæpum 5 tímum og lögðu rúmlega 8 km. að baki.
Meira >>

29.06.2009
Það er eitthvað við Móskarðshnúka sem heillar úr fjarlægð. Kanski eru það björtu litirnir í þeim, lagið á þeim sem stingur í stúf við Esjuna með sinn flata topp eða menn sjá þarna tinda sem auðvelt er að nálgast og jafnvel sigra.
Meira >>

28.05.2009
Veðrið lék við hvern sinn fingur á miðvikudaginn þegar arkaður var miðhlutinn af Gamla Þingvallaveginum á Mosfellsheiði. Sólin skein í heiði (og á heiði), fjallasýn og fuglasöngur gladdi augu og eyru og allir í besta skapi. Lítilsháttar útúrdúr var tekinn yfir í útjaðar Borgarhóla til að fá betri yfirsýn yfir nágrennið. Það voru 17 trílarar og einn hundur í þetta skiptið sem röltu í rólegheitunum rúmlega 10 kílómetra á 3 klukkustundum.

Meira >>

27.05.2009
Nú er komið að því að Toppatrítlarar leggist í lítilsháttar sagnfræðirannsóknir og haldi áfram að kanna slóðir Friðriks VIII á gamla Þingvallaveginum sem lagður var fyrir konungskomuna 1907. Nú er það miðbik gamla Þingvallavegarins sem verður kannað.
Meira >>

23.05.2009
Á miðvikudaginn síðasta var Trana toppuð. Eftir að hafa gengið upp í Svínaskarð í góðu veðri, fór heldur að kula og draga upp þokuskít á Trönu. Áfram var þó haldið og hún toppuð í litlu skyggni og eftir smá drullumall. Frammi á brún var nesti snætt í þokunni og beðið eftir að henni létti sem hún og gerði, þ.a. ágætlega sást yfir næsta umhverfi sem er mjög tígulegt. Gengið á milli Móskarðshnúkanna á bakaleiðinni og komið við í skátaskálanum Þristi og heilsað upp á ungskáta.
Alls voru það 19 trítlarar og tveir hundar sem fóru þetta í rólegheitunum á 5 tímum og skildu að baki tæpa 12 kílómetra.

Meira >>

20.05.2009
Áfram er haldið uppgreftri úr ferliskrá Toppatrítlara og að þessu sinni verður haldið á Trönu en þangað var tvímennt árið 2000.
Meira >>

13.05.2009
Það blés ekki byrlega í kvöld, þegar farið var upp í Lönguhlíð. Ljóst var að lítið yrði úr fyrirhugaðri göngu inn á Hvirfil, en góður möguleiki að komast að Mígandisgróf. Það var því úr að fyrirhuguðu plani sem hafði verið breytt snögglega úr upphaflega planinu sem var að fara í Mígandisgróf og niður Fagradalsmúla, var aftur breytt í afbrigði af upphaflega planinu. Þegar á hólminn var komið og upp á Lönguhlíð var ljóst að niðurleiðin fara sömu leið niður væri of áhættusöm þ.a. úr var að afbrigði af upphaflega planinu var breytt í upphaflega planið. Það var því úr að upphaflega planið stóð eftir allt saman, önnur plön bókstaflega fuku út í veður og vind. Þáttakan var mjög góð miðað við veður en alls voru 16 trítlarar og einn hundur sem fuku 8.8 kílómetra á tæpum 4 tímum.

Meira >>

13.05.2009
Í dag miðvikudaginn 13. maí verður enn og aftur farið á fornar slóðir. Að þessu sinni verður farið á Lönguhlíð, hún toppuð á Hvirfli og svo verður komið við í grófinni sérkennilegu, Mígandigróf.
Meira >>

11.05.2009
Það var hvorki meira né minna en 30 manna hópur ásamt 2 hundum sem fóru upp og niður, upp og niður, eftir Sveifluhálsinum, Hellutindum og Stapatindum, síðasta miðvikudag. Veðrið var eins og best var á kosið, "sos" á fullkomnum stað með útsýni. Óhætt er að segja að Sveifluhálsinn hafi skartað sínu fegursta í vorsólinni og stórbrotið umhverfið komið mönnum á óvart. Alls voru gengnir 9.4 kílómetar á rétt rúmlega 4 tímum.
Meira >>

06.05.2009
Þennan ágæta miðvikudag verður haldið suður á bóginn og gengið á Hellutinda og Stapatinda í Sveifluhálsi. Smá fjallganga með skvettu af príli skreytt með flottu útsýni.
Meira >>

04.05.2009
Það er eins og það eigi bara að vera rigning og "skítaveður" þegar farið er á Sauðadalahnúka. Eins undarlega og það kann að hljóma var veðrið síðasta miðvikudag ekki ósvipað veðrinu eins og það var þegar síðast þegar farið var á Sauðadalahnúkana. Þrátt fyrir gjólu, rigningu, slyddu, snjókomu og smá þoku þá toppuðu 12 trítlarar hnúkana á 3,5 klukkustundum og skildu að baki tæpa 8 kílómetra. Sem fyrr voru tveir Labradorar með í för sem komu hundblautir til baka.
Meira >>

29.04.2009
Nágrenni Jósepsdals verður viðfangsefnið í dag en þá verður farið á fornar slóðir Toppatrítlara.
Meira >>

27.04.2009
Þrátt fyrir heldur blautlegt veður á miðvikudaginn, þá reis sólin hægt og bítandi þegar leið á daginn og um kvöldið var veður orðið með besta móti þegar gengið var með fram Selfjalli og svo upp á Sandfell. Ef eitthvað var þá lagaðist veðrið þegar leið á kvöldið, nema að síðasti vetrardagur hefði haft e-ð um það að segja.
Alls voru það 17 trítlarar sem gengu 9 kílómetra á tæplega 3.5 klukkustundum. Einnig voru tveir hundar með í för sem örugglega fóru helmingi lengra á sama tíma.
Meira >>

22.04.2009
Þá er síðasti dagur vetrar runninn upp. Að þessu sinni verður ekki leitað langt yfir skammt og haldið upp í Lækjarbotna og gengið umhverfis Selfjall og jafnvel á Sandfell ef tími og birta leyfa.
Meira >>

20.04.2009
Það var enginn krepputónn í Toppatrítlinu á miðvikudaginn. Veðrið var vitaskuld alveg himneskt, umhverfið stórbrotið, stemningin ósköp þægileg og þátttakan alveg frábær. Alls létu 28 trítlarar og einn hundur sig hafa það að ganga á Snókafell, silast yfir úfið Afstapahraunið og príla upp hinn kyngimagnaða Lambafellsklofa í rökkrinu. Alls voru gengnir 7 kílómetar á um 3 tímum.
Meira >>

15.04.2009
Þá er komið að því að hefja Toppatrítlið þetta vorið. Að þessu sinni verður farið inn að Höskuldarvöllum og gengið þaðan á Snókafell (147 m.y.s.) og yfir að Lambafelli þar sem Lambafellsklofi verður skoðaður.
Meira >>

29.03.2009
Dagskrá Toppatrítl 2009 hefur nú litið dagsins ljós. Að þessu sinni hafa verið settar upp níu ferðir á þessu vori. Fyrsta ferðin verður miðvikudaginn eftir páska, þann 15. apríl og síðasta ferðin verður svo farin þann 10. júní. Að venju verður alltaf farið á miðvikudögum og lagt stundvíslega af stað kl. 18:30 frá fyrirfram tilgreindum stöðum eftir því hvert er farið. Föstum húsreglum sem sagt fylgt að venju.
Þó undarlegt megi virðast þá gengur alltaf erfiðar og erfiðar að finna nýja staði í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins sem eru ókannaðir af Toppatrítlurum þó að við fyrstu sýn mæti ætla að af nægu væri að taka. Þetta árið verður því nýtt og gamalt í bland sem og beitt verður smá prjónaskap í þessu samhengi. Í gegnum tíðina hafa nokkrar ferðir fokið út í veður og vind, rignt niður, snjóað í kaf eða verið það fámennar (óverðskuldað) að rík ástæða reynist til að endurtaka þær.
Eins og áður er getið mun Toppatrítl hefjast þann 15. apríl og verður sú ferð kynnt á hefðbundinn hátt þegar nær dregur.

Meira >>

09.06.2008
Þá hefur Toppatrítl á þessu voru runnið sitt skeið á enda með dágóðri göngu á Þráinsskjöld þar sem slúttað var með hefðbundnum hætti. Þar sem Litli-Keilir var í leiðinni var smá útúrdúr upp á hann, svona bara til að bæta því við. Heldur var þessi ganga í lengri kantinum, en veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og rættist mikið úr veðrinu og rykmistrið sem hafði legið yfir hvarf eftir því sem leið á kvöldið. Það voru sex trítlarar sem skunduðu um 13 kílómetra á 5,5 tímum.
Á þessu voru hafa verið farnar 9 ferðir og hefur veður í þeim verið allskonar. Í tvígang hefur veðrið náð því að vera skítaveður á köflum en í hinum ferðunum hefur það verið með ágætum. Sem fyrr segir voru farnar 9 ferðir og var gengið í u.þ.b. 31 klukkustund og lagðir að baki rúmlega 86 kílómetrar sem þýðir að jafnaði hefur verið gengið rúmlega 9,6 kílómetra í ferð. Þetta er nokkuð meira en síðustu ár og aukning frá síðasta ári. Heiðurinn af þessu eiga 98 hausar sem mættu og skunduðu þetta þegjandi og hljóðalaust. Fjölmennasta ferðin taldi 17 en sú fámennasta 6 en að jafnaði voru um 10 manns í hveri ferð sem verður að teljast rúmlega vel viðunnandi.
En nú er Toppatrítl komið í frí þar til næst. Þakka þeim sem nenntu.
Meira >>

04.06.2008
Þá er Toppatrítlið þetta árið að renna sitt skeið og einungis ein ferð eftir. Væntanlega fer nú skammturinn af hrauni og mosa að vera kominn þetta vorið og nú er bara eftir að reka endahnútinn á þetta þegar haldið verður á Þráinsskjöld fyrir sunnan Keili.
Meira >>

01.06.2008
Veðurguðirnir voru hliðhollir trítlurum á miðvikudagskvöldið þegar farið var á Búrfell í Þingvallasveit. Öxará var vaðin í tvígang, kærkomin kæling enda veður með besta móti. Enn var mistur yfir svæðinu eins og í vikunni áður. Útsýni var með hinu ágætasta móti og sást vítt og breitt.
Það vour 9 manns sem skunduðu um 8 kílómetra á um 4 tímum.
Meira >>

28.05.2008
Nú er farið að síga á seinni hlutann á Toppatrítlinu og ekki seinna vænna að fara að standa undir nafni og trítla á fjöll. Að þessu sinni verður það Búrfell í Þingvallasveit sem leggja á að velli. Til að gera þetta enn skemmtilegra verður í tvígang smá vatnssull.
Meira >>

22.05.2008
Einhverskonar mistur lá yfir SV-horninu þegar haldið var upp á Mosfellsheiði í þeim tilgangi að strolla eftir gamla Þingvallaveginum. Ekki reynst þetta vera blautt mistur heldur leystist það upp þegar leið á kvöldið og var mikið til farið þegar drukkið var afmæliskaffi á veröndinni á veitingahúsinu Heiðarblóminu.
Það voru 7 manns og einn hundur sem tríluðu 14,5 kílómetra á rétt rúmlega 3 tímum.
Meira >>

21.05.2008
Í ár er liðið 101 ár liðið síðan Friðrik konungur áttundi hélt með fríðu föruneyti, veigum og öðru léttmeti yfir Mosfellsheiði eftir sérbyggðum vegi. Að þessu sinni verður gengið eftir þessum vegi að norðan og inn á heiðina.
Meira >>

15.05.2008
Sól, sól, sól og meiri sól var þegar gengið var umhverfis Keili í gærkvöldi og komið við hjá Keilisbörnum. Með öðrum orðum var veðrið upp á sitt allra besta.
Mjög góð mæting var en það voru 15 manns sem tríluðu 10 kílómetra á 3 tímum og 20 mínútum.
Meira >>

14.05.2008
Eitt fjall er það á Reykjanesinu sem er svo augljóst að það liggur mjög beint við að fara upp á það. Ekki verður það gert að þessu sinni, heldur verður gengið með rótum Keilis og í kring um hann.
Meira >>

13.05.2008
Það er kanski rétt fyrst núna að þær myndir sem voru teknar á Hjálmi á miðvikudag í síðustu viku séu orðnar þurrar. Þrátt fyrir "þoku niður í þara" létu menn engan bilbug á sér finna og óðu þokuna á Hjálm.
Ótrúleg nokk, þá voru það 11 manns sem trítluðu um 8 kílómetra á 3 tímum.
Meira >>

07.05.2008
Þá er komið að smá fjallgöngu með meira en 100 metra hækkun, en í dag miðvikudaginn 7. maí verður skóm skellt undir fætur og skundað á Hjálm.
Meira >>

02.05.2008
Heldur tókust hlutirnir vel á miðvikudagskvöldið. Allt gekk upp. Menn mættu, veðrið gott og varð betra þegar á leið, fjölbreytt umhverfi, smá puð, tímasetning stóðst, vegalengdin örlítið meiri en áætlað sem kom vitaskuld ekki að sök.
Það voru 10 hausar sem létu sjá sig í blíðunni og voru gengnir 11 kílómetrar á 4 tímum.
Meira >>

30.04.2008
Á þessum fyrsta miðvikudegi sumars, 30. apríl, verður haldið til selja í Almenningi sunnan Hafnarfjarðar. Þar var á árum áður fjölmenni, bæði af mönnum og skepnum, en nú standa rústir einar eftir til minningar um horfna tíma.
Meira >>

23.04.2008
Enn blés og nú bættist við haugarigning á miðvikudagskvöldið í fyrstu fjallgöngu Toppatrítls þetta vorið. Með sól og yl í poka var skundað af stað í roki og rigningu og komið til baka með sól og yl í hjarta og léttari poka.
Það voru tíu trítlarar sem létu sig hafa það að blotna svolítið og ösla drullu tæpa 7 kílómetra á 2.5 tímum.
Meira >>

23.04.2008
Dagurinn í dag, miðvikudagurinn 23. apríl, mun vera síðasti vetardagur. Þá er við hæfi að ráðast í fyrstu fjallgöngu vorsins og klífa Stóra- og Litla-Lambafell fyrir sunnan Kleifarvatn.
Meira >>

17.04.2008
Í gærkvöldi blés svolítið hressilega á Toppatrílara er þeir skunduðu umhverfis Selvatn. Óhætt er að segja að umhverfi vatnsins hafi komið nokkuð á óvart. Mikið af reisulegum heilsárshúsum og umhverfið víða nokkuð fallegt. Óvart gengið í gegnum "listigarð" á lokasprettinum.
Það voru sautján trítlarar sem börðust með og á móti vindi rúmlega 6 kílómetra á tæpum 2.5 tímum.
Meira >>

16.04.2008
Í dag miðvikudaginn 16. apríl, í næst síðustu viku vetrar, verður haldið rétt uppfyrir höfuðborgina og gengið umhverfis Selvatn.
Meira >>

10.04.2008
Ekki er hægt að láta hlutina heppnast mikið betur en í gærkvöldi, þegar skundað var í fyrsta trítl vorsins. Þrátt fyrir að einhver hafi rekið sig í "hvítu stillinguna" í fyrrinótt, þá var það bara til bóta. Skafheiðríkt, glampandi sól, passlegur svali, lítill vindur og vel ratljóst til klukkan að ganga tíu.
Það voru hvorki meira né minna er þrettán trítlarar sem mættu og skunduðu um 9 kílómetra á 3 tímum.
Meira >>

09.04.2008
Í dag miðvikudaginn 9. apríl verður haldið til uppsveita Hafnarfjarðar og skundað um Dauðadali, gengið á Markraka, um Skúlatúnshraun sem og ýmislegt annað.
Meira >>

04.04.2008
Eitt vorið enn runnið upp og tímabært að grafa upp dótið sem tilheyrir þeim árstíma. Dagskráin fyrir trítlið þetta vorið hefur litið dagsins ljós og kennir þar ýmissa grasa. Reynt hefur verið að finna nýjar leiðir og fara eitthvað sem ekki hefur verið farið áður.
Eins og venjulega verður byrjað á fremur léttum og stuttum göngum en eftir því sem dagsbirtu nýtur lengur við lengjast göngurnar. Stundum bara vilja þær lengjast sjálfkrafa sökum veðurs eða annarra orsaka og er lítið við því að gera meðan allt endar vel. Fyrstu göngurnar verða að mestu "fyrir neðan snjólínu" en í maí verður haldið til fjalla og heiða. Í júní verður svo strunsað á Þráinsskjöld yfir hraun og mosa. Menn fengu smjörþefinn af því í fyrra er gengið var á þeim slóðum.
Fyrirkomulagið á Toppatríli verður óbreytt, alltaf farið á miðvikudögum kl. 18:30 stundvíslega. Brottfararstaðir eru nánast þeir sömu, við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (bílastæðið við gömlu Reykjanesbrautina), Olís við Rauðavatn og Select við Vesturlandsveg.
Eins og dagskráin fyrir Toppatrítl 2008 gefur til kynna mun trítlið hefjast þann 9. apríl næstkomandi.
Meira >>

31.05.2007
Þá hefur Toppatrítl runnið sitt skeið á enda þetta vorið. Síðasta ferðin var farin í alveg drottins dásemdar dýrðarinnar veðri. Veðurblíðan gerði það að verkum að menn vart rötuðu til byggða sjálfviljugir enda var komutími til byggða eftir því. Spannaði þessi ferð því yfir tvo daga. Drekkutíminn var í lengra lagi enda var enginn skortur á veitingum sem hurfu eins og dögg fyrir sólu, enda menn þyrstir. Trítlið í gærkvöldi reyndist vera um 13 kílómetrar sem voru skundaðir á 5 tímum af 9 trítlurum.
Í þeim átta ferðum sem hafa verið farnar á þessu vori hafa verið lagðir að baki um 74 kílómetrar á 30 klukkustundum og alls hafa 61 trítlarar látið sjá sig í þessum ferðum. Fjölmennasta ferðin taldi 14 en þær fámennustu 4. Lengsta ferðin var rúmlega 15 kílómetrar en sú stysta um 5 kílómetrar. Veður hefur allra jafna verið alveg ágætt. Rigningarsýnishorn hefur verið í tveimur ferðum, þoka komið við sögu í tveimur, snjókoma lét á sér kræla í einni en bjart hefur verið í þeim öllum að mestu. Allar ferðirnar voru farnar á sama sólarhring en tvær fóru yfir á þann næsta.
Meira >>

30.05.2007
Í dag miðvikudaginn 30. maí verður trítlað í síðasta sinn á þessu ári. Eins og lýðnum var gjört kunnugt fyrr í vor stóð til að Toppatrílið yrði með styttra móti þetta vorið. Við erum komin götuna á enda að þessu sinni. Þó ekki fyrr en skálmað hefur verið inn í brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum.
Meira >>

28.05.2007
Þættinum hefur borist bréf. Örnefnið Heimrahögg þýðir "sá stallur í landslagi sem er nær bæ". Þetta þýðir á einföldu máli að "högg" í landslagi þýðir stallur. Orðið "heimra" þýðir það sem nær er bæ. Þökk sé Örnefnastofnun.
Fjórir trítlarar fóru á Heimrahögg, á rúmlega 3 tímum og lögðu að baki um 6 kílómetra.
Meira >>

23.05.2007
Kjósin verður fyri valinu í dag miðvikudaginn 23. maí. Að þessu sinni verður haldið upp Möðruvallaháls og á Heimrahögg. Nokkrir fláar eru á leiðinni, bæði upp á við og niður á við. Verða þeir svona við og við.
Meira >>

22.05.2007
Heldur teygðist úr trítlinu á miðvikudaginn var er haldið var inn að Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Vitað var fyrirfram að þetta yrði löng leið, en kanski ekki alveg svona svakalega löng eins og raun bar vitni. Má þar nú helst um kenna ótal smá krókum, sveigjum, bogum hólum, hæðum, hávöðum, hrauni og öðrum hlutum sem hafa áhrif á tíma og vegalengd. Til að kóróna þetta urðu lítilsháttar hafvillur á tímabili. Allir skiluðu sér þó til baka í lokin þegar nýr dagur hafði runnið upp. Alls voru þetta 7 trítlarar sem strunsuðu þetta með glans á um 5 og hálfum tíma og skildu eftir sig rúmlega 15 kílómetra.
Meira >>

16.05.2007
Í dag, miðvikudaginn 16. maí verður haldið til Brennisteinsfjalla, einn af álitlegri virkjanakostum á suðvesturhorninu, en jafnframt einhver sú óspilltasta náttúra nærri höfuðborgarsvæðinu. Þarna liggja engir vegi, engir slóðar og fáir sauðir. Þarna fara er frekar fáfarið og ekki nema undarlegasta göngufólk, skíðamenn, og veiðimenn (þegar veiða má rjúpu) sem leggja leið sína þangað. Það er alveg þess virði að spandera nokkrum klukktímum í þetta á einni kvöldstund.
Meira >>

10.05.2007
Eitthvað voru menn hálf fúnir eftir trítlið í gærkvöldi þegar strunsað var með samanherptar rasskinnar á Hraunsels-Vatnsfell og Driftfell. Haft var á orði að greitt hafi verið farið, hvort heldur sem farið hafi verið eftir grasi grónum völlum, mosa klæddu Apalhrauni eða bara upp í mót og niður í mót. Það voru 7 trítlarar sem strunsuðu og afköstuðu 8 kílómetrum á 3 og hálfum tíma.
Meira >>

09.05.2007
Nú verður stefnan tekin í suðurátt, en í dag miðvikudaginn 9. maí verður haldið á Hraunsels-Vatnsfell. Það ágæta fjall er nokkuð fyrir sunnan Keili og Trölladyngju. Í bakaleiðinni er svo gert ráð fyrir að koma við á Driftfelli sem er í næsta nágrenni.
Meira >>

07.05.2007
Seint koma myndir en koma þó. Trítlið í Grafardal á miðvikudaginn síðasta tókst með ágætum og var veður hið besta. Alls létu 14 trítlarar sjá sig og tókust á við brattann í hlíðum Kistufells. Þrátt fyrir mikinn bratta voru menn vel brattir þegar niður var komið. Alls voru lagðir að baki um 8 kílómetrar á 4 tímum.
Meira >>

02.05.2007
Mis mikið hallandi fláar verða í aðalhlutverki í Toppatrítlinu í kvöld, miðvikudaginn 2. maí. Að þessu sinni verða Grafardalur í hinni glæsilegu og tignarlegu Esju kannaður. Ef vel liggur á trítlurum og veður og tími verða þeim hliðhollir, þá veður stefnan tekin áleiðs eða alla leið upp á Kistufell.
Meira >>

26.04.2007
Þvílíkt annað eins úrhelli dundi á Toppatrítlurum meðan þeir voru að safnast saman á stefnumótsstaðum og útlit var fyrir vætusama göngu. Það var ekki það eina sem dundi á. Óboðinn gestur gerði sig heimakominn í farartæki eins trítlara og hugsaði sér til hreyfings á því. Verðir lagana birtust sem þruma úr heiðskíru, með blá blikkandi og snöruðu hlutaðeigandi út óblíðum höndum og skutluðu honum inn í löggubílinn. Gerðist þetta á örskotsstundu, þ.a. að vart gafst tími til að átta sig hvað var að. Í framhjáhlaupi má geta þess að það stytti upp og létti til svo úr varð hinn bærilegasti labbitúr eftir gamla Þingvallaveginum og um Seljadal. Alls voru gengnir 12 kílómetrar á 2 tímum og 55 mínútum og stoppað var í um 40 mínútur til viðbótar. Úr varð því tæplega fjögurra tíma skreppur.
Meira >>

25.04.2007
Einhvern tímann var sagt að allir vegir lægju eitthvað og þá aðallega til Rómar. Þó voru ekki allir vegir sem lágu þangað, sumir lágu til Þingvalla. Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, verður hluti gamla Þingvallavegarins kannaður og gengið um Seljadal.
Meira >>

19.04.2007
Vetur kvaddi með sól heiðskýru og í miklum kvennaljóma. Það voru 4 trítlarar sem töldu þrömmuðu og klöngruðust um Sveifluháls í gærkvöldi, með Opal með í för til að ylja. Miðdegishnúkur var afgreiddur eins og til var ætlast. Alls voru gengnir um 7 kílómetrar á 3 tímum.
Meira >>

18.04.2007
Sveifluhálsinn er langur eins og svo margir hálsar. Í sumum leynist kökkur, í öðrum bólgur, en í þessum er Miðdegishnúkur. Þangað verður haldið í dag, miðvikudaginn 18. apríl.
Meira >>

12.04.2007
Fyrsta Toppatrítlið á þessu vori tókst með hinum mestu ágætum. Gengið var um Almenning, hraunið sunnan Hafnarfjarðar, þar sem komið var við í Þorbjarnarstaðaborg og í seli einu úti í hrauni, sennilega Fornasel. Fannst það eftir smá leit, en vörður voru frekar óljósar og stopular. Alls mættu 9 manns, en fréttist af þremur í viðbót sem fóru á mis við hópinn af einum og öðrum ástæðum og var það leitt. Alls voru gengnir um 5 kílómetrar rétt rúmlega 2 tímum.
Meira >>

11.04.2007
Eins og svo oft áður er Toppatrítl byrjað á láglendi er haldið verður í Almenninga í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar.
Meira >>

09.04.2007
Eftir þónokkrar fæðingahríðir var króginn tekinn með Keisara. Ellefta árið frammundan. Ballið byrjar 11. apríl.
Meira >>

15.06.2006
Það hvorki kom á óvart, né urðu menn hissa á því, að það skildi vera slagveðurs rigning og þokuslæðingur í síðasta Toppatrítli sumarsins. Sökum veðurs og landfræðilegra aðstæðna var lítilega breytt út af fyrirhugaðri áætlun sem hafði ekki stórkostleg áhrif á framgang ferðarinnar og undu menn glaðir með sitt, blautir og hraktir. Alls voru það 7 trítlarar í regnfötum sem öttu kappi við veðurguðina og gengu tæpa 7 kílómetra á 3 tímum.
Þegar Toppatrítl hefur runnið sitt skeið á enda í bili, þá er við hæfi að horfa yfir farinn veg. Í helmingi ferðanna hefur rakastigið verið í hærra lagi, en í hinum helmingnum hefur verið þokkalegt veður. Annars er skiptingin einhvernvegin svona: Rigning (slagveður)í tveimur ferðum, þoka í tveimur (þ.a. svartaþoka í annarri), snjókoma í einni ferð, sól og bjart í þremur, og skýjað en annars bjart í einni og allskonar veður í einni. Þrátt fyrir misjöfn veður, þá mættu alls 66 manns í Toppatrítl í vor, flest 15 og fæst 1. Alls voru gengnir um 68 km. og í það fór um það bil 31 klukkustund.
Meira >>

14.06.2006
Þá er komið að lokum Toppatrítl þetta sumarið. Í dag miðvikudaginn 14. júní verður haldið í tíundu og síðustu Toppatrítlsferðina að sinni og verður haldið upp að Fossá í Hvalfirð. Gengið verður upp á Þrándarstaðafjall (507 m.y.s.) og þaðan niður í Selárdal.
Meira >>

08.06.2006
Ekki var útlitið bjart eða hvað þá þurrt í gærkvöldi þegar lagt var af stað í Laufaskörðin í Esjunni. Þoka niður í þara, eins og mætur maður komst einu sinni að orði, og hver rigningardemban rak aðra. Þrátt fyrir óhagstætt veðurútlit, þá rættist heldur betur úr veðrinu. Í stað þoku og rigningar fengum við þurrt og þokuslæðing rétt efst sem átti þó eftir að hreinsa sig þegar leið á kvöldið. Þessum veðrabreytingum fylgdi líka útsýni. Alls voru það 5 trítlarar sem skrippluðu þarna upp þessa 7 km. á 4 tímum.
Meira >>

7.06.2006
Þá er það næst síðasta ferðin í Toppatrítli að sinni. Að þessu sinni verður stefnt til fjalla, en í dag miðvikudaginn 7. júní verður haldið á Esju austanverða og gengið í og um Laufskörð.

Meira >>

01.06.2006
Nú var það svart í gærkvöldi og þoka niður í skósóla. Ekki fór mikið fyrir útsýni og sólbjörtu veðri, heldur einkenndist þessi ferð af hafvillum, áttavillum og tómum villum öðrum. Ekki sáum við Stórameitil en enduðum þó uppi á honum. Ekki sáum við gíginn í honum, heldur enduðum niðri í honum. Þessi ferð reyndist þó vera fín æfing á nauðsynleg tæki sem voru þó með, áttavita, kort og GPS. Allir 4 trítlaranir skiluðu sér á upphafsstað eftir að hafa lagt að baki ca. 10 km. á tæpum 4 tímum.
Meira >>

31.05.2006
Nú skal haldið í austurátt mót sólarupprás. Í dag miðvikudaginn 31. maí verður haldið upp í Þrengsli og gengið á Stóra- og Litlameitil.

Meira >>

25.05.2006
Mjög fallegt og gott veður var í gærkvöldi þegar haldið var á Sveifluhálsinn. Stapatindar og Hellutindar þræddir og m.a. gengið fram á riðgaðan járnkross sem sennilega hefur verið komið fyrir þarna til minningar um þá fimm sem fórust í flugslysi þarna árið 1945. Í þetta skiptið var frekar fámennt og mætti bara einn trítill og lagði hann að baki um 7,5 km. á 3 tímum.
Meira >>

24.05.2006
Enn eina ferðina verður haldið suður á Reykjanesskagann, og það í síðasta sinn á þessu vori. Í dag miðvikudaginn 24. maí verður lagt til atlögu við Sveifluhálsinn.

Meira >>

18.05.2006
Þar kom að því... mjög gott veður og meira að segja gott skyggni. Stóribolli (Kóngsfell??) lagður að velli og haldið þaðan yfir að Stórkonugjá og að ætluðu Litla-Kóngsfelli. Þar var áð í sannkölluðum kaffibolla áður en haldið var út á Selvogsgötuna. Góða veðrið freista 3ja trítlara sem lögðu að baki rúmlega 8 km. á 3,5 tímum.
Meira >>

17.05.2006
Nú skal haldið til fjalla. Í dag miðvikudaginn 17. maí verður gengið á Stórabolla, þann stærsta af bollunum sem eru í og við Grindarskörð ofan Hafnarfjarðar.
Meira >>

11.05.2006
Gat nú skeð... það þurfti endilega að vera þoka. Það hékk þó þurrt að mestuog er það bót í máli. Alls voru það 11 trítlarar sem þrömmuðu um 8 km á tæpum 3 klst.
Meira >>

10.05.2006
Ekki slæm sumarblíðan sem búin er að vera síðustu daga. Gróðurinn hefur heldur betur tekið heljarstökk fram á við og má sjá mikinn dagamun. Í þeirri von að dagurinn í dag, miðvikudagurinn 10. maí 2006 verði Toppatrítlurum hliðhollari en síðasti miðvikudagur, verður haldið suður að Djúpavatni og gengið á Fíflavallafjall, sem hefur gleymst og orðið útundan í allri skipulagningu á Toppatrítli þar til nú.
Meira >>

03.05.2006
Þramm. Þramm í rigningu. Þramm í rigningu og roki. Þramm í rigningu,roki og þoku.... SVARTAÞOKU! Það er eiginlega ekki hægt að koma orðum pent að gönguferð kvöldsins. Kyllisfell var að vísu lagt að velli, a.m.k teljum við okkur hafa farið á toppinn. Það bara sást ekki nógu vel. Sökum veðurs var gerð smávægileg lagfæring á leiðinni og farið í Dalsel, sæluhús Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjadal og drekkutíminn haldinn hátíðlegur þar við kertaljós og hrakfarasögur úr flúðasiglingum í tilefni vatnselgsins sem buldi á okkur allan tímann. Alls voru það 7 trítlarar sem lögðu af stað í slagviðrið og skiluðu sér allir til baka tæpum 3 klukkustundum og um 5 km síðar.
Meira >>

03.05.2006
Enn og aftur verður haldið til heiða og þaðan til fjalla. Í dag miðvikudaginn 3. maí verður haldið inn á Ölkelduháls og gengið á Kyllisfell.
Meira >>

26.04.2006
Það voru bæði gömul og ný andlit sem létu sjá sig í kvöld þegar farið var til Krýsuvíkur, með það fyrir augum að ganga á Hatt og Hettu á Sveifluhálsi. Þegar á hólminn var komið var ekki alveg ljóst hvar Hattur og Hetta voru og kortum bar ekki alveg saman. Var því gripið til þess ráðs að klífa alla hóla og hæðir sem til greina komu. Gekk það aldeilis vel og endaði gangan á Sveiflu, áður en shadlið var til baka. Alls voru það 10 trítlarar sem gengu um 6 km á 2,5 tímum.
Meira >>

26.04.2006
Þá er fyrsta trítl sumarsins framundan. Nóg var af snjó í síðustu ferð, en í dag miðvikudaginn 26. apríl verður haldið á mun snjóléttara svæði við Krýsuvík og gengið áleiðis eftir Ketilstíg og á Hatt og Hettu.
Meira >>

20.04.2006
Það var fámennt og góðmennt í Toppatrítli síðasta vetrardag. Ljóst var að þegar í Bláfjöllin var komið að þetta yrði snjópjakk í litlu skyggni. Það kom svosem ekki að sök en það gerði ferðina soldið spennandi að sjá ekki alveg hvert farið var og að finna rétta leið í þokunni. Allt hafðist þetta að lokum og allir skiluðu sér aftur til byggða. Alls voru þetta 3 trítlarar sem lögðu að baki um 5 km á 2,5 klst.
Meira >>

19.04.2006
Þá er veturinn að renna sitt skeið á enda í þetta skiptið. Í lok vetrar er því vel við hæfi að fara til fjalla og fara í smá snjólabb. Í dag miðvikudaginn 19. apríl verður haldið í Bláfjöllin og gengið upp Draumadalagil í Draumadali og á Hákoll. Að sjálfsögðu verður vetur kvaddur hlýlega á hefðbundinn hátt.
Meira >>

13.04.2006
Fyrsta Toppatrítl sumarsins tókst með hinum mestu ágætum og var mæting langt umfram björtustu vonir. Það þýðir m.ö.o. að fleiri en einn mætti. Í smá norðan svala, eins og svo oft á þessum árstíma, lögðu 15 trítlarar land undir fót og einn hundur af smærri gerðinni og lögðu þeir að baki um 5 km á rúmlega 2 tímum.
Undir lok ferðarinnar rakst hinn ferfætti meðlimur hópsins á annan ferfættan af kanínukyni og upphófst hinn æsilegasti eltingarleikur um skóglendi Hvaleyrarvatns, þar sem kanínan var elt af hundinum og hundurinn eltur af Ömmunni. Allt fór þó vel að lokum.
Meira >>

12.04.2006
Þá er komið að því að hefja Toppatríl 2006. Í dag miðvikudaginn 12. apríl verður byrjað að trítla eins og svo oft áður í uppsveitum Hafnarfjarðar. Í þetta sinn verður haldið að Hvaleyrarvatni og tekinn þar góður hringur fyrir myrkur.
Meira >>

31.03.2006
Eitthundrað Toppatrítlsferðir að baki og tíunda árið að hefjast. Bröltið byrjar þann 12. apríl.
Meira >>

17.06.2005
Ánægjulegum áfanga var náð á miðvikudaginn er farið var í 100 Toppatrítlið sem jafnframt var síðasta Toppatrítlið í sumar. Mikil veðurblíða var og voru þátttakendur léttklæddir framan af sökum hita. Drekkutíminn var haldinn hátíðlegur uppi á toppi Ármannsfells og eftir að menn höfðu sporðrennt nesti sínu voru dregin fram ein kampavínsflaska, þrjár freyðivínsflöskur, einn koníakspeli og peli af Stroh "60" í tilefni dagsins. Drekkutíminn tók óvenju langan tíma þar sem gera þurfti veigunum skil, og ástæðulaust að burðast með allt niður aftur. Koníakinu og Stroh-inu var hins vegar gert skil á niðurleiðinni er staupað var á hverjum hól, sem reyndust vera nokkrir.
Alls voru það 13 trítlarar sem mættu í hundruðustu ferðina, og örkuðu rúmlega 9 kílómetra á tæpum 5 tímum.
Meira >>

15.06.2005
Níutíuogníu Toppatrítlsferðir að baki, en í dag miðvikudaginn 15. júní verður haldið í þá hundruðustu. Það fer vel á því að halda uppá slíkan áfanga á Þingvöllum, þar sem jú öll merkustu stórafmæli þjóðarinnar eru haldin, og skunda á Ármannsfell sem er bæði innan og utan þjóðgarðs.
Meira >>

09.06.2005
Toppatrítl gærkvöldsins reyndist vera hin fjölbreyttasta ferða á alla vegu. Sjóðandi og bullandi leirhverir,spúandi gufuhverir, fallegar klettamyndanir, giljabrölt, sem svo endaði í vitlausu gili, mikið jarðfall og sól annarstaðar en þar sem Toppatrítlarar voru. Alls lögðu 6 Trítlarar 4 tíma göngu á sig og skildu að baki um 11 kílómetra, sem er svona örlítið meira en reiknað var með.
Meira >>

08.06.2005
Í næst síðustu ferðinni í Toppatrítlinu er enn og aftur haldið austur í Grafning, enda af nægu að taka þar. Efri parturinn af Henglinum hefur verið kannaður nokkuð vel í gegnum tíðina, en nú er komið að neðri hlutanum og fer athöfnin fram í dag, miðvikudaginn 8. júní.
Meira >>

02.06.2005
Hvað er betra en eitt fjall? Tvö fjöll. Það var niðurstaðan af gærkvöldinu að Súlufell væri ekki nóg, heldur væri alveg nauðsynlegt að fara á Stapafell líka, svona bara til að skilja það ekki útundan. Það bara lá svo vel við göngu að ekki var hægt að sleppa því. Það voru 11 trítlarar sem toppuðu Súlufell og 9 sem toppuðu bæði og skildu að baki um 8 kílómetra á um 3 rösklega gengnum tímum.
Meira >>

01.06.2005
Nú er heldur farið að síga á seinni hlutann á Toppatrítlinu þetta vorið, og það er rétt nýlega byrjað. En hvað um það, á lokasprettinum verður nágrenni Þingvallavatns þess heiðurs aðnjótandi að vera Toppatrítlað. Í dag miðvikudaginn 1. júní verður haldið austur í Grafning, eins og stundum áður, og gengið á Súlufell (485 m.y.s.)
Meira >>

26.05.2005
Ekki laust við það að einhver nostalgía hafi gripið um sig hjá kvenkyns trítlurum sem fóru á miðvikudagskvöldið að Vindáshlíð og gengu á Sandfell. Kom þá í ljós að nokkrar Hlíðarmeyjar leyndust í hópnum og reyndist þessi ferð n.k. afturhvarf til fortíðar. Alls skunduð 16 trítlarar á Sandfell og um nágrenni þess og skildu að baki milli 7 og 8 kílómetra á 3.5 tímum
Meira >>

25.05.2005
Þau eru nokkur Sandfellin á nágrenni höfuðstaðarins, flest þeirra hafa verið afgreidd, en þó fannst eitt sem er óafgreitt. Upp í Kjós skal skundað í dag miðvikudaginn 25. maí og Sandfell í Kjós afgreitt.
Meira >>

22.05.2005
Loksins skapaðist tækifæri til að koma myndunum af miðvikudagskvöldinu inn. Í örlitlum norðansvala fóru 7 trítlarar upp Illagil í Grafningi og létu að baki um 7 km. á 3 tímum.
Meira >>

18.05.2005
Á tröllkonuslóðir skal haldið í dag, miðvikudaginn 18. maí 2005. Að þessu sinni verður farið í giljaleiðangur um Illagil í Grafningi.
Meira >>

16.05.2005
Hvannadalshnjúkur var afgreiddur um Hvítasunnuna er nokkrir Toppatrítlarar og gildir limir í Alpaklúbbi RB slógust í för með hópi frá Ferðafélagi Íslands á Hnjúkinn. Allir komust þeir upp og niður aftur. Veðrið var með eindæmum gott, sól, bjart og hægur vindur. Gengin var upp Sandfellsleið, hækkun var um 2000 metrar, vegalengd um 24 kílómetrar og tók skreppurinn 14 tíma.
Meira >>

11.05.2005
Alveg týpískt.. fórum upp á Skálafellsháls, en komum niður af Fannahlíð. Þetta kom í ljós eftir að hafa rætt við íbúa á Fremri-Hálsi í Kjós að fjallið sem toppað var í gær heitir í raun Fannahlíð. Örnefni á kortum eru bara ekki betri en þetta. Þrátt fyrir smá nafnarugl, þá var veðrið alveg dásamlegt og nákvæmlega til þess fallið að flýta sér ekki heim. Allt voru átta trítlarar sem mættu og afgreiddu rúmlega 7 kílómetra á 3,5 tímum.
Meira >>

11.05.2005
Í dag miðvikudaginn 11. maí 2005, skal haldið upp í Kjós og gengið á afleggjara úr Skálafelli, Skálafellsháls (563 m.y.s). Þetta er eitt af þeim fjöllum, fellum, hálsum, hæðum og hólum sem "bara er þarna" en allt í lagi að bæta við á afrekaskránna.
Meira >>

05.05.2005
Þrátt fyrir frekar þungbúið verður að morgni gærdagsins var létti til þegar leið á daginn og var orðið sæmilega bjart, a.m.k. undir skýjunum þegar haldið var á Heiðina háu. Fimm trítlarar (og enginn hundur að þessu sinni) skunduðu um svæði sem skíðafólk þekkir að öllu jöfnu betur. Til að fá smá brekkur og lítið skyggni var farið upp í þokuna á Bláfjöllunum, mannvirki skoðuð og svo tekin síðasta skíðaferðin á þessari vertíð niður brekkuna hjá Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Alls voru gegnir um 7 kílómetra á tæpum 3 tímum.
Meira >>

04.05.2005
Í dag miðvikudaginn 4. maí 2005, þá er komið að því að halda aftur upp í Bláfjöll og kanna það svæði eilítið nánar. Fyrir valinu verður Heiðin há (613 m.y.s) sem er gönguskíðafólki að góðu kunn.
Meira >>

30.04.2005
Sérvalið úrval úr Toppatrítli og Alpaklúbbi RB tók sig saman um að ráðast til uppgöngu á Eyjafjallajökul og klára það sem frá var horfið í fyrra er frá þurfti að hörfa sökum veðurs. Lagt var af stað úr bænum kl. 05:10 og hófst uppgangan kl. 07:15. Köppunum tókst að rekast á Goðastein kl. 12:15, þrátt fyrir lélegt skyggni.
Meira >>

27.04.2005
Ekki amalegt veðrið í gærkvöldi þegar Toppatrítlarar skunduðu að, á, í og við Hrútagjárdyngju. Veðrið bókstaflega lék við hvern sinn fingur, logn eða í mesta lagi hægur andvari og kyrrðin stundum svo alger að menn stöldruðu við til að njóta hennar. Það voru alls 17 trítlarar sem mættu ásamt enn einum hundinum, Grími. Alls voru gengnir um 7 kílómetrar á 3 tímum.
Meira >>

27.04.2005
Í dag miðvikudaginn 27. dag aprílmánaðar verður haldið suður með Sveifluhálsinum og fyrirbærin Hrútagjá og Hrútagjárdyngja skoðuð. Hrútagjárdyngja er með stærstu eldstöðvum á Reykjanesskaganum og nokkuð sérkennileg, því að í henni hefur risastór hrauntjörn storknað og fallið saman og myndað heilmikla gjá.
Meira >>

21.04.2005
Það blés og næddi örlítið í gærkvöldi þegar farið var að Drottningu og í Þríhnúka. Þrátt fyrir blástur voru að átta trítlarar sem létu sig hafa það ásamt svarta hundinum Bjarti sem ábyggilega fór tvöfalda vegalengd á við mannfólkið. Eins og hefð er síðasta vetrardag var sérstök hressing með í för sem yljaði. Alls voru gengnir um 8 kílómetrar og var það afgreitt á 3 tímum með drekkutíma og hressingartímum.
Meira >>

20.04.2005
Í dag miðvikudaginn 20. apríl vill svo skemmtilega til að það er síðasti vetrardagur og því rétt að halda í síðasta trítl vetrarins og kveðja Vetur konung á formlegan hátt. Að þessu sinni verður haldið til Bláfjalla og Eldborg við Stóra-Kóngsfell skoðuð, ásamt því að rölta út að Þríhnúkum, þar sem eitthvað rosalegasta náttúrufyrirbæri í nágrenni höfuðborgarsvæðisins leynist.
Meira >>

14.04.2005
Fyrsta Toppatríl sumarsins tókst með hinum mestu ágætum í gærkvöldi. Veðrið lék við hvern sinn fingur, svalur norðanandvarinn hélt aftur af sér og sól skein í heiði bakvið þunna skýahulu. Þrettán trítlarar létu sjá sig, ný og gömul andlit ásamt heiðurshundinum Gæfu. Gengnir voru um 9 km og tók gangan um 3 tíma með nestisstoppi í "s.o.s".
Meira >>

13.04.2005
Nú er komið vor, a.m.k. alveg að koma svona í næstu viku. Það breytir því þó ekki að í kvöld, miðvikudaginn 13. apríl verður blásið, í norðan svala, til fyrsta Toppatrítls þessa vors. Að þessu sinni verður haldið í uppsveitir þess merka kauptúns, Hafnarfjarðar og gengið með Undirhlíðum.
Meira >>

11.04.2005
Toppatrítl er nú komið inn í Virka vefmælingu® hjá Modernus. Af því tilefni var þessu varpað fram:

06.04.2005
Toppatrítl 2005 er komið á netið. Byrjað verður á flandrinu 13. apríl.
Meira >>

10.06.2004
Þá er formlegu Toppatrítli sumarsins lokið, en síðasta ferðin var farin í gærkvöldi. Var þá haldið í austurhlíðar Hengilsins og Kýrgil, ásamt fleiri ónefndum giljum, skvompum og skorningum, skoðað. Til að teygja aðeins á ferðinni var skroppið aðeins upp á Hengilinn sjálfan. Að sjálfsögðu voru léttar veitingar með í för eins og siður er í síðustu ferðinni. Veðrið var alveg þokkalegt, en þó var frekar nöpur gjóla. Það kom ekki að sök því þá gengu menn bara hraðar.
Meira >>

09.06.2004
Í Henglinum austanverðum eru gil og djúpar lægðir sem láta lítið yfir sér úr fjarlægð. Stærsta gilið er Kýrgil, þó nokkuð mikið þar sem það er dýpst, en ofar lítið og sætt þar sem lækur fellur fram af stöllum í hyljum. Í næsta nágrenni er litasinfónía mikil sem gleður augað. Á þetta svæði er ferðinni heitið í dag miðvikudaginn 9. júní 2004 og verður þetta jafnframt síðasta Toppatrítl sumarsins.
Meira >>

03.06.2004
Ekki gat þetta verið betra. Veðrið, umhverfið, kyrrðin og félagskapurinn var eiginlega þess eðlis að það var erfitt að hífa sig af stað heim eftir Toppatrítlið á Mælifell í gærkvöldi. Fjöguratímalimmitið sprengt og ekki komið heim fyrr en tæpar fimm klukkustundir. Níu trítlarar létu sjá sig og voru allir vel sáttir og rúmlega það, þó svo að gangan hafi verið í lengra lagi.
Meira >>

02.06.2004
Nú skal haldið í sveitasæluna í Grafningnum, fjarri merktum gönguleiðum og mistorfærum akstursslóðum. Mitt í sveitasælunni er fell eitt sem Mælifell heitir, og mælist það vera 381 m.y.s. Þangað er förinni heitið í dag, miðvikudaginn 2. júní 2004. Þetta verður næst síðasta ferð Toppatrílara í sumar og því síðustu forvöð fyrir þá sem alltaf hafa ætlað að mæta að láta sjá sig.
Meira >>

30.05.2004
Betri fætinum var brugðið undir sig á Hvítasunnudag og farið í bítið vestur á Snæfellsnes. Þar var gengið á Snæfellsjökul í frábæru veðri. Færið var frekar þungt enda sólin búin að skína og ekki léttist það þegar leið á daginn. Ekki reyndist mikið mál að renna sér á rassinum niður af jöklinum. ;-)
Meira >>

27.05.2004
Það blés um Toppatrítlara á Skarðsmýrarfjalli í gærkvöldi. Sunnanstæður strekkingur og ekkert voðalega hlýtt. Ekki hafði það nein áhrif á að þetta yrði prýðis gönguferð. Alls mættu 12 manns og svo heiðurstíkin Gæfa.
Meira >>

26.05.2004
Uppi á Hellisheiði er fjall. Þetta fjall heitir Skarðsmýrarfjall og á þetta fjall er ferðinni heitið í Toppatrítli dagsins, miðvikudagsins 26. maí. Þetta er ekki mjög strembin ganga en ágætlega fjölbreytt. Þegar Toppatrítlarar halda á þessar slóðir rifjar það upp fræga ferð sem farin var á þessar slóðir 4. júní 1998, en þá lék jörð á reiðiskjálfi, svo mjög að mörgum þótti nóg um. Allt virðist þó vera með kyrrum kjörum þarna núna. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu fyrir sunnan Rauðavatn kl. 18:30, stundvíslega.

Meira >>

19.05.2004
Landnám Valþjófs, sonar Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, verður fyrir barðinu á Toppatrítlurum í kvöld, miðvikudaginn 19. maí 2004. Áðurnefndur Valþjófur "nam Kjós alla" og reisti sér bæ á Meðalfelli. Þangað verður förinni heitið og gengið á samnefnt fell, Meðalfell (345 m.y.s). Meðalfell er svona meðal fell á mælikvarða annarra fella og er fín ganga fyrir meðalhjón og annað meðalfólk. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu við Select á Vesturlandsvegi (að vestanverðu, bensínstöðvarmegin) kl. 18:30 stundvíslega. Þaðan verður svo ekið upp í Kjós og að vesturenda Meðalfells, þ.e. fellsins.

Meira >>

13.05.2004
Ferðin á Sauðadalahnúka reyndist vera með blautara móti. Byrjaði nokkuð þurr, breyttist svo í þétta beint niður rigningu og þoku, og endaði slagviðri. Útsýnið hefði sjálfsagt verið fínt af hnúkunum, ef við hefðum séð eitthvað lengra en nánast að næsta steini. Sex frækin létu sig hafa það og afgreiddu hringinn á tveimur og hálfum tíma, enda svosem ekki mikið annað hægt að gera. Leiðavalið niður af syðri hnúknum hefði kannski getað verið betra, :-}
Meira >>

12.05.2004
Þótt víða sé búið að fara í nágrenni borgarinnar í Toppatrítli undangenginna ára skutu tveir hnúkar upp kollinum sem hafa alltaf orðið eftir einhverra hluta vegna. Í dag, miðvikudaginn 12. maí 2004 stendur til að bæta úr því og afgreiða Sauðadalahnúka við Jósepsdal. Er þá búið að fara allan fjallahringinn í kringum dalinn. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu fyrir sunnan Rauðavatn kl. 18:30, stundvíslega.
Meira >>

07.05.2004
Trítlið á Skálafell á miðvikudaginn, fauk fram úr björtustu vonum. Þrátt fyrir ekki mjög hlýlegt veðurútlit létu fimm trítlarar sig hafa það að berjast á móti storminum og fjúka svo upp á topp. Þar fór fyrst að vera gaman. Ekki var laust við það að það blési örlítill kuldanæðingur um trítlara síðasta spottann upp. Gott skjól var af endurvarpsmannvirkjum uppi á toppinum og huggulegt að snæða nesti og hlusta á 20 m/s hinu megin við hornið.
Meira >>

05.05.2004
Tvö Skálafell eru í nágrenni Reykjavíkur, annað er uppi á Hellisheiði en hitt norður af Mosfellsheiði. Það seinna er einmitt þekkt fyrir fyrirtaks skíðabrekkur, þegar þetta hvíta kalda lætur sjá sig í langan tíma og í nokkru magni sem og endurvarpsmastur uppi á toppinum á því. Þangað, þ.s. á skíða-Skálafellið er förinni heitið í dag miðvikudaginn 5. maí. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu við Select á Vesturlandsvegi (að vestanverðu, bensínstöðvarmegin) kl. 18:30 stundvíslega. Þaðan verður svo ekið upp í Skálafell.
Meira >>

02.05.2004
Alpaklúbbur RB skipulagði ferð á Eyjafjallajökul í dag. Meðal þáttakenda voru Toppatrítlarar vel græjum búnir. Dótastuðullinn fer hækkandi með hverri ferð þó að en megi hækka stuðulinn. Veður hamlaði för í 1350 metrum og var þá snúið við.
Meira >>

29.04.2004
Gærkvöldið tókst alveg sérlega vel og var fjölþjóðlegur hópur mættur í Toppatrítlið á Lambafell. Alls mættu 13 Trítlarar, þar af einn frá flata landinu Danmörku, og svo heiðurstíkin Gæfa. Eftir því sem hún segir sjálf frá þá finnst henni ægilega gaman í svona brölti. Veðrið var eins og best var á kosið, bjart, og sást jökla á milli, þ.e. Eyjafjalla- og Snæfellsjökuls, og algert logn á toppinum á Lambafelli. Til gamans má geta þess að það voru þrír kollar sem voru lagðir að velli í þessari ferð.
Meira >>

28.04.2004
Nú er upphitun lokið. Tvær síðustu ferðir voru svona í léttari og styttri kantinum, þ.a. nú er tilvalið að bæta aðeins í og hækka og teygja á ferðunum, þó ekki úr hófi fram. Í dag miðvikudaginn 28. apríl verður haldið áleiðis í Þrengslin og gengið á Lambafell, 546 m.y.s. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu fyrir sunnan Rauðavatn, kl. 18:30 stundvíslega og þaðan verður ekið upp í Þrengslin.
Meira >>

23.04.2004
Veturinn var kvaddur á viðeigandi hátt á miðvikudaginn, þegar Toppatrítlarar héldu á Mosfell. Alls létu tólf tvífætlingar sjá sig og einn ferfætlingur. Veðrið var mjög gott, bjart og sást vel til sólar.
Meira >>

21.04.2004
Í Mosfellsdal í Mosfellssveitabæ kúrir fell eitt sem heitir Mosfell. Það er viðfangsefni dagsins í dag, miðvikudagsins 21. apríl á því herrans drottins ári 2004. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu við Select á Vesturlandsvegi (að vestanverðu, bensínstöðvarmegin) kl. 18:30 stundvíslega. Þaðan veður svo ekið sem leið liggur að rótum Mosfells í Mosfellsdal í Mosfellssveitabæ.
Meira >>

16.04.2004
Fyrsta trítl sumarsins tókst með hinum mestu ágætum. Alls mættu níu manns í trítlið í mjög góðu veðri. Raunar var veðrið umfram væntingar, örfáir rigningardropar til að byrja með en síðan sól og lægði heldur þegar leið á kvöldið. Á bakaleiðinni sást til mannfjölda á vegum Útivistarræktarinnar sem hafði lagt leið sína á Helgafellið.
Meira >>

14.04.2004
Jæja, þá er komið að því. Í dag miðvikudaginn 14. apríl á því herranns ári 2004 verður haldið í fyrstu Toppatrítlsferð ársins. Að þessu sinni verður gengið umhverfis Helgafell, þann annálaða bæjarhól Hafnfirðinga. Stefnumótsstaðurinn er á bílastæðinu við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30, stundvíslega, og þaðan verður ekið sem leið liggur upp í Kaldársel.
Meira >>

12.04.2004
Fyrsta ferð Toppatrítlara á þessu vori verður farin 14.04.04 (flott samsetning). Fyrir valinu verða undirhlíðar hins valinkunna bæjarfjalls Hafnfirðinga, Helgafells. Í stað þess að fara upp á það, verður gengið í kringum það og er það ekki síðra.
Meira >>

12.04.2004
Myndum úr hinum og þessum ferðum, gangandi og akandi, hefur verið bætt inn undir liðnum "annað trítl".
Meira >>